
Undankeppni EM 2016: Miðasala hefst í hádeginu

Miðinn tryggir kaupanda sama sæti á alla fimm heimaleiki Íslands á Laugardalsvelli þar sem mótherjarnir verða Hollendingar, Tyrkir, Tékkland, Kasakstan og Lettland. Að auki fá mótsmiðahafar forkaupsrétt á aðgöngumiðum fyrir vináttuleiki A landsliðs karla. Hægt er að kaupa mótsmiða í þrjú svæði og þar með í þremur verðflokkum eins og áður. Ódýrustu miðarnir kosta 10 þúsund krónur en þeir dýrustu 25 þúsund krónur en nánari upplýsingar um svæðin þrjú má sjá hér.
Seldir verða um 130 miðar í hvert af þessum þremur svæðum, eða 400 miðar alls. Mest er hægt að kaupa átta mótsmiða á hverja kennitölu. Opnað verður fyrir sölu á fleiri mótsmiðum ef þörf krefur.
Mótsmiðasalan fer fram á midi.is.
Tengdar fréttir

„Getum ekki boðið upp á aukasýningu eins og Björgvin Halldórsson“
Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að farið hafi verið að leiðbeiningum söluaðilans Mida.is þegar ákvörðun var tekin að setja miða á landsleik Íslands og Króatíu í sölu klukkan 4 í nótt.

Almenn miðasala á Króatíuleikinn hefst á morgun
Miðasala á leik Íslands og Króatíu í umspili um sæti í úrslitakeppni HM 2014 hefst á þriðjudag og fer sem fyrr fram á vefsíðunni midi.is.

Twitter logar: Takk Klúðursamband Íslands
Íslendingar eru ekki sáttir. Það má sjá á samskiptamiðlinum Twitter í morgun.

Fékk rangar upplýsingar um hvenær miðasala hæfist
"Ég hringdi í Mida.is í gær og maðurinn sagði mér að miðasala myndi byrja í fyrsta lagi klukkan 10 eða þá klukkan 12,“ segir Sigmundur Einar Jónsson, grjótharður stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

"KSÍ er ekki geðslegur klúbbur“
Margir Íslendingar hafa brugðist illa við fréttum af því að uppselt hafi orðið um miðja nótt á landsleikinn.

Þórir hjá KSÍ: Alltaf hætta á svartamarkaðsbraski með miða
"Fyrstur kemur fyrstur fær“ gildir þegar miðasala á Króatíuleikinn hefst í dag.

Miðasala á leik Íslands og Króatíu hófst í nótt
Miðasala á leik Íslands og Króatíu í umspilinu um sæti á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu á næsta ári hófst rétt eftir klukkan fjögur í nótt.