Liverpool vann stórsigur á Borussia Dortmund á Anfield Road í síðasta æfingaleik sínum áður en enska úrvalsdeildin hefst.
Liverpool náði forystunni á 10. mínútu þegar Daniel Sturridge skoraði eftir sendingu frá Philippe Coutinho.
Aðeins þremur mínútum síðar kom Dejan Lovren Liverpool í 2-0 með skalla eftir hornspyrnu Steven Gerrard. Staðan var 2-0 í hálfleik.
Það voru aðeins liðnar fjórar mínútur af seinni hálfleik þegar Coutinho skoraði þriðja mark Liverpool eftir sendingu frá Raheem Sterling. Og á 61. mínútu skoraði Jordan Henderson fjórða og síðasta mark Liverpool eftir sendingu frá Sturridge.
Lokatölur 4-0, Liverpool í vil, sem er svo sannarlega gott veganesti fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni sem hefst um næstu helgi.
Liverpool mætir Southampton í sínum fyrsta leik á sunnudaginn eftir viku.
Dortmund mætir Bayern München í leik um þýska Ofurbikarinn á miðvikudaginn.
Hér ofan má sjá mörkin úr leiknum.
Liverpool valtaði yfir Dortmund á Anfield | Sjáðu mörkin
Tengdar fréttir

Liverpool tekur tilboði Bayern í Reina
Spænski markvörðurinn á leið til þýsku meistaranna.

Coutinho fær nýjan samning
Liverpool mun bjóða Brasilíumanninum Philippe Coutinho nýjan samning.

United vaknaði til lífsins í seinni hálfleik | Sjáðu mörkin
Manchester United sigraði Liverpool með þremur mörkum gegn einu í úrslitaleik Champions Cup í nótt.

Reina búinn að standast læknisskoðun hjá Bayern
Pepe Reina er mættur til Munchen þar sem hann hefur þegar staðist læknisskoðun og skrifar undir samning hjá þýsku meisturunum seinna í dag.

Liverpool fær hægri bakvörð
Glen Johnson fær enn meiri samkeppni um hægri bakvarðarstöðuna hjá Liverpool.