Hannes Hólmsteinn: Aðförin að Hönnu Birnu minnir á Geirfinnsmálið Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2014 18:00 Vísir/Stefán Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor segir ríkissaksóknara og umboðsmann Alþingis hafa farið offari í rannsókn sinni á lekamálinu svokallaða og segir „ótrúlegt“ hvernig „ráðist er á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrir eitthvað, sem ekkert er.“ Þetta skrifar prófessorinn í færslu á bloggisíðu sinni í dag. „Þetta minnir mig um sumt á Geirfinnsmálið forðum, þegar rannsóknaraðilar létu um of stjórnast af reikulu, en ofsafengnu almenningsáliti, sem mótað var af æsifréttamönnum, jafnvel af fjöldasefasýki,“ segir Hannes og bætir við að þeir sem hafi þá trúað öllu illu upp á Ólaf Jóhannesson, þáverandi dómsmálaráðherra, „skammist sín nú og geri lítið úr sínum hlut“. „Hitt var verra um það mál, að það var ekki fár, sem leið hjá, eins og oft gerist, heldur voru þá kveðnir upp dómar yfir mönnum, sem eru afar hæpnir, svo að ekki sé meira sagt. Ísland verður að vera réttarríki. Sorpblöð mega ekki ráða ferð.“ Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna tjáði þinginu í júní að hún vissi ekkert um rannsóknina „Virðulegur forseti. Ég ítreka það sem ég hef áður sagt um þetta mál. Ég veit ekki hvernig það er til komið, ég veit ekki hversu oft ég á að segja það. Ég þekki ekki þessa rannsókn, mér er ekki kunnugt um hana og það væri óeðlilegt að ég þekkti einstaka þætti hennar," sagði Hanna Birna við Alþingi í júní. 27. ágúst 2014 11:16 Sigmundur Davíð: Leyfa átti Hönnu Birnu að bregðast við "Á meðan ráðherra er í ríkisstjórn nýtur hann trausts,“ segir forsætisráðherra sem tekur undir gagnrýni fjármálaráðherra á umboðsmann. 26. ágúst 2014 16:49 Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. 26. ágúst 2014 11:18 Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra. 26. ágúst 2014 11:25 Segir Hönnu Birnu hafa spurt út í samskipti sín við umboðsmann Alþingis Stefán Eiríksson segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi spurt sig hvort hann hafi haft samband við umboðsmann Alþingis vegna fyrirspurna umboðsmanns til Hönnu Birnu vegna gruns um óeðlileg samskipti þeirra á milli vegna lögreglurannsóknar á lekamálinu svokallaða. 26. ágúst 2014 11:55 Samskipti ráðherra og lögreglustjóra tekin til formlegrar rannsóknar Umboðsmaður vísar til lagaheimilda sinna um mál þar sem hann verður var við stórvægileg mistök eða afbrot. 26. ágúst 2014 11:42 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor segir ríkissaksóknara og umboðsmann Alþingis hafa farið offari í rannsókn sinni á lekamálinu svokallaða og segir „ótrúlegt“ hvernig „ráðist er á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrir eitthvað, sem ekkert er.“ Þetta skrifar prófessorinn í færslu á bloggisíðu sinni í dag. „Þetta minnir mig um sumt á Geirfinnsmálið forðum, þegar rannsóknaraðilar létu um of stjórnast af reikulu, en ofsafengnu almenningsáliti, sem mótað var af æsifréttamönnum, jafnvel af fjöldasefasýki,“ segir Hannes og bætir við að þeir sem hafi þá trúað öllu illu upp á Ólaf Jóhannesson, þáverandi dómsmálaráðherra, „skammist sín nú og geri lítið úr sínum hlut“. „Hitt var verra um það mál, að það var ekki fár, sem leið hjá, eins og oft gerist, heldur voru þá kveðnir upp dómar yfir mönnum, sem eru afar hæpnir, svo að ekki sé meira sagt. Ísland verður að vera réttarríki. Sorpblöð mega ekki ráða ferð.“
Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna tjáði þinginu í júní að hún vissi ekkert um rannsóknina „Virðulegur forseti. Ég ítreka það sem ég hef áður sagt um þetta mál. Ég veit ekki hvernig það er til komið, ég veit ekki hversu oft ég á að segja það. Ég þekki ekki þessa rannsókn, mér er ekki kunnugt um hana og það væri óeðlilegt að ég þekkti einstaka þætti hennar," sagði Hanna Birna við Alþingi í júní. 27. ágúst 2014 11:16 Sigmundur Davíð: Leyfa átti Hönnu Birnu að bregðast við "Á meðan ráðherra er í ríkisstjórn nýtur hann trausts,“ segir forsætisráðherra sem tekur undir gagnrýni fjármálaráðherra á umboðsmann. 26. ágúst 2014 16:49 Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. 26. ágúst 2014 11:18 Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra. 26. ágúst 2014 11:25 Segir Hönnu Birnu hafa spurt út í samskipti sín við umboðsmann Alþingis Stefán Eiríksson segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi spurt sig hvort hann hafi haft samband við umboðsmann Alþingis vegna fyrirspurna umboðsmanns til Hönnu Birnu vegna gruns um óeðlileg samskipti þeirra á milli vegna lögreglurannsóknar á lekamálinu svokallaða. 26. ágúst 2014 11:55 Samskipti ráðherra og lögreglustjóra tekin til formlegrar rannsóknar Umboðsmaður vísar til lagaheimilda sinna um mál þar sem hann verður var við stórvægileg mistök eða afbrot. 26. ágúst 2014 11:42 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Sjá meira
Hanna Birna tjáði þinginu í júní að hún vissi ekkert um rannsóknina „Virðulegur forseti. Ég ítreka það sem ég hef áður sagt um þetta mál. Ég veit ekki hvernig það er til komið, ég veit ekki hversu oft ég á að segja það. Ég þekki ekki þessa rannsókn, mér er ekki kunnugt um hana og það væri óeðlilegt að ég þekkti einstaka þætti hennar," sagði Hanna Birna við Alþingi í júní. 27. ágúst 2014 11:16
Sigmundur Davíð: Leyfa átti Hönnu Birnu að bregðast við "Á meðan ráðherra er í ríkisstjórn nýtur hann trausts,“ segir forsætisráðherra sem tekur undir gagnrýni fjármálaráðherra á umboðsmann. 26. ágúst 2014 16:49
Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. 26. ágúst 2014 11:18
Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra. 26. ágúst 2014 11:25
Segir Hönnu Birnu hafa spurt út í samskipti sín við umboðsmann Alþingis Stefán Eiríksson segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi spurt sig hvort hann hafi haft samband við umboðsmann Alþingis vegna fyrirspurna umboðsmanns til Hönnu Birnu vegna gruns um óeðlileg samskipti þeirra á milli vegna lögreglurannsóknar á lekamálinu svokallaða. 26. ágúst 2014 11:55
Samskipti ráðherra og lögreglustjóra tekin til formlegrar rannsóknar Umboðsmaður vísar til lagaheimilda sinna um mál þar sem hann verður var við stórvægileg mistök eða afbrot. 26. ágúst 2014 11:42