Aphex Twin ásakar Kanye West um stuld Þórður Ingi Jónsson skrifar 27. ágúst 2014 16:00 Aphex Twin. Raftónlistarmaðurinn Richard D. James, best þekktur sem Aphex Twin, hefur ásakað rapptónlistarmanninn Kanye West um stuld. Píanólag eftir Aphex að nafni Avril 14th er grunnurinn að laglínunni í vinsælu lagi Wests, Blame Game. Aphex fullyrti í viðtali við tónlistarmiðilinn Pitchfork að rapparinn og teymi hans hafi ekki viljað borga honum fyrir notkun á laglínunni. „Ég veit að hann reyndi að fokking snuða mig og sagðist hafa skrifað laglínuna,“ sagði Aphex, aðspurður um hvað honum fyndist um að Kanye hafi notað lagið hans. „Þeir reyndu að komast upp með það að borga mér ekki neitt,“ segir Aphex. West hefur áður lent í vandræðum fyrir að „sampla“ lög, þ.e. að taka búta og laglínur úr öðrum lögum og nota þau í eigin tónlist. "Þegar þeir sendu mér lagið fyrst sagði ég: „Ó, ég get gert þetta aftur fyrir ykkur, ef þú vilt,“ af því að þeir höfðu „samplað“ lagið mjög illa. Það var strekkt á hljóðinu og það var mjög brenglað.YeezyÞá sagði ég eitthvað í líkingu við: „Ég skal bara endurspila þetta fyrir ykkur á þessum hraða ef þið viljið.“ Og þeir sögðu ekki einu sinni „halló“ eða „takk“, þeir sögðu bara: „Þú átt þetta ekki – við eigum þetta. Við erum ekki einu sinni að spyrja þig lengur.“ Þó segist Aphex ekki vera viss um hvort í lagi Wests sé „sampl“ af upprunalegu upptökunni, heldur geti verið að West og hans teymi hafi tekið upp píanóspilið aftur. Í bæklingnum fyrir plötuna sem lag Wests kom út á, My Beautiful Dark Twisted Fantasy, kemur þó fram að Blame Game innihaldi „hluta úr Avril 14th eftir Richard James“. West hefur ekki enn svarað ásökunum Aphex Twin. Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Raftónlistarmaðurinn Richard D. James, best þekktur sem Aphex Twin, hefur ásakað rapptónlistarmanninn Kanye West um stuld. Píanólag eftir Aphex að nafni Avril 14th er grunnurinn að laglínunni í vinsælu lagi Wests, Blame Game. Aphex fullyrti í viðtali við tónlistarmiðilinn Pitchfork að rapparinn og teymi hans hafi ekki viljað borga honum fyrir notkun á laglínunni. „Ég veit að hann reyndi að fokking snuða mig og sagðist hafa skrifað laglínuna,“ sagði Aphex, aðspurður um hvað honum fyndist um að Kanye hafi notað lagið hans. „Þeir reyndu að komast upp með það að borga mér ekki neitt,“ segir Aphex. West hefur áður lent í vandræðum fyrir að „sampla“ lög, þ.e. að taka búta og laglínur úr öðrum lögum og nota þau í eigin tónlist. "Þegar þeir sendu mér lagið fyrst sagði ég: „Ó, ég get gert þetta aftur fyrir ykkur, ef þú vilt,“ af því að þeir höfðu „samplað“ lagið mjög illa. Það var strekkt á hljóðinu og það var mjög brenglað.YeezyÞá sagði ég eitthvað í líkingu við: „Ég skal bara endurspila þetta fyrir ykkur á þessum hraða ef þið viljið.“ Og þeir sögðu ekki einu sinni „halló“ eða „takk“, þeir sögðu bara: „Þú átt þetta ekki – við eigum þetta. Við erum ekki einu sinni að spyrja þig lengur.“ Þó segist Aphex ekki vera viss um hvort í lagi Wests sé „sampl“ af upprunalegu upptökunni, heldur geti verið að West og hans teymi hafi tekið upp píanóspilið aftur. Í bæklingnum fyrir plötuna sem lag Wests kom út á, My Beautiful Dark Twisted Fantasy, kemur þó fram að Blame Game innihaldi „hluta úr Avril 14th eftir Richard James“. West hefur ekki enn svarað ásökunum Aphex Twin.
Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira