Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Danmörk 0-1 | HM-draumurinn úti Guðmundur Marinó Ingvarsson og Anton Ingi Leifsson á Laugardalsvelli skrifar 21. ágúst 2014 15:49 Harpa Þorsteinsdóttir í færi gegn Dönum í Dalnum í kvöld. Vísir/andri marinó Draumur íslenska kvennalandsliðsins um að spila á HM í Kanada á næsta ári er úti eftir 0-1 tap á heimavelli gegn Danmörku. Eina markið kom um miðbik síðari hálfleiks. Ísland spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og fram að marki Dana sem kom eftir 58. mínútur þegar Pernille Harder kom gestunum yfir. Eftir það var allt annað uppá teningnum hjá íslenska liðinu sem virtist rotast við þetta mark Dana. Íslenska liðið spilaði 4-3-3, eins og í flestum leikjum í undankeppninni. Þóra B. Helgadóttir var í markinu og fjögurra manna varnalínu skipuðu, frá hægri til vinstri, þær Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir. Á miðjunni var Dóra María Lárusdóttir og fyrir framan hana voru þær Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir. Fanndís Friðriksdóttir var á hægri kantinum, Rakel Hönnudóttir þeim vinstri og markadrottning Pepsi-deildar kvenna, Harpa Þorsteinsdóttir, var fremst. Íslenska liðið byrjaði af miklum krafti. Þær kræktu í tvær hornspryrnur á fyrstu fjórum mínútum leiksins sem báðar voru nokkuð hættulegar. Fanndís Friðriksdóttir byrjaði með miklum látum og var að valda fyrirliðanum Line Röddik Hansen miklum vandræðum. Bæði Sara Björk og Harpa fengu báðar fín færi á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og íslenska liðið lofaði góðu.Dagný Brynjarsdóttir á eftir leikmanni Dana.vísir/andri marinóGestirnir frá Danmörku voru betri í sókn heldur en vörn. Skyndisóknir þeirra voru hættulegar og þær fengu eina svoleiðis eftir fjórar mínútur, en Þóra B. Helgadóttir var vel með á nótunum. Það var með ólíkindum að íslenska liðið hafi ekki verið búið að skora í fyrri hálfleik, en gestirnir komu líklega boltanum yfir línuna undir lok fyrri hálfleiks. Eftir hornspyrnu skallaði Sofie Pedersen í slá og inn virtist vera, en dómarar leiksins töldu boltann ekki inni. Það var því markalaust þegar rúmenski dómarinn, Teodora Albon, flautaði til hálfleiks. Fyrri hálfleikurinn var afar góður af hálfu íslenska liðsins. Liðið spilaði beinskeyttan sóknarleik og gaf fá færi á sér. Þríeykið í fremstu víglínu; Fanndís, Harpa og Rakel var að valda usla og ég er nokkuð viss um að Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, hafi verið ánægður með spilamennskuna í fyrri hálfleik. Eina sem vantaði var að koma tuðrunni í netið. Danirnir byrjuðu af krafti í upphafi síðari hálfleiks og komust yfir eftir tæpan klukkutíma. Theresa Nielsen fékk boltann hægra megin, lagði boltann út í teiginn þar sem Pernille Harder kom á siglingunni og þrumaði boltanum í netið. Óverjandi fyrir Þóru og okkar stúlkur lentar undir. Nú reyndi fyrst á íslenska liðið. Hálftími eftir og þær þurftu mark, ef ekki mörk. Arna Sif Ásgrímsdóttir kom inná í stað Glódísar Perlu sem glímdi við meiðsli. Þær sköpuðu sér afar fá færi eftir að danska liðið komst yfir og Freyr Alexandersson freistaði gæfunnar með að henda markahæsta leikmanni íslenska hópsins Hólmfríði Magnúsdóttir inná í stað Fanndísar Friðriksdóttir sem átti betri fyrri hálfleik, en síðari hálfleik. Lítið sem ekkert gerðist þó við þessar breytingar og dó dálítið leikurinn eftir mark Dana. Íslensku stelpurnar freistuðu þess að jafna metin, en allt kom fyrir ekki og náðu gestirnir að drepa algjörlega leikinn. Þær sigldu svo þremur stigunum heim til Danmerkur, lokatölur 0-1. Fyrri hálfleikurinn lofaði virkilega góðu og var ótrúlegt að íslenska liðið hafi ekki verið komið yfir í hálfleik. Í síðari hálfleik styrktust Danirnir og skoruðu svo eina mark leiksins sem skildi liðin að. Mikil orka fór í pressu íslenska liðsins í fyrri hálfleik , en íslenska liðið átti lítið púður til að freista þess að jafna metin í síðari hálfleik. Með tapinu er HM draumurinn á enda. Ísland er nú í þriðja sæti með þrettán stig eftir átta leiki, en fjögur lið af sjö með besta árangurinn í öðru sæti fara í umspil. Því er draumurinn um að Ísland spili á HM í Kanada úti, en Ísland spilar geng Ísrael og Serbíu um miðjan september og spilar þar uppá stoltið.vísir/andri marinóFreyr: Þú verður að klára færin „Við fengum mörg færi, pressuðum vel og komum okkur í opnar stöður og í svona leikjum þá verður þú að klára færin sem þú færð og við erum að súpa seyðið af því,“ sagði Freyr Alexandersson þjálfari Íslands. „Þær skora gott mark svo sem, það var vel spilað. Við vissum alveg að þær myndu fá færi en við áttum bara að vera komin í 1 eða 2-0 í fyrri hálfleik. „Leikskipulagið gekk eins og sögu og þess vegna svíður það svolítið að hafa ekki náð inn þessu marki. Það breytir svo mikið leiknum. Þá hefðum við getað þrengt svæðin ennþá frekar, tekið okkur tíma í þetta og siglt þessu heim. Í staðin komast þær 1-0 yfir og sigla þessu heim,“ sagði Freyr. Danska vörnin var í miklum vandræðum í fyrri hálfleik og átti fá svör við leik íslenska liðsins. „Þetta var svipað og í fyrri leiknum gegn Dönum. Við erum með kröftuga leikmenn og þegar þær koma af mikilli ákefð á andstæðinginn þá vinna þær boltann oft. Danirnir vilja reyna að spila og við vissum það. Við reyndum að koma á þær og vinna boltann og það gekk vel. Ég er ofboðslega fúll að hafa ekki fengið mark út úr því. „Stóra skýringin er að það fór mikil orka og svo lendum við undir og ég er ekki viss um að við höfum haft nægjanlega orku til að gera betur. Ég veit að stelpurnar vildu það en við misstum aðeins neistann. Það vantaði kraftinn sem við höfðum í fyrri hálfleik þar sem við vorum gjörsamlega með leikinn. „Það er mjög leiðinlegt að draumurinn sé úti og svo fannst mér leikmennirnir eiga það skilið að fá þrjú eða að minnsta kosti stig út úr þessum leik. Miðað við frammistöðuna og framlagið þá er ég svekktur fyrir okkar hönd, allra,“ sagði Freyr.Sara Björk skallar boltann í kvöld.vísir/andri marinóSara Björk: Spilum uppá stoltið „Þetta var mjög svekkjandi þar sem við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, við Vísi í leikslok. „Við sköpuðum okkur fullt af færum og hefðum auðveldlega sett eitt til tvö mörk. Það hefði klárlega breytt leiknum „Mér fannst við spila rosalega vel í fyrri hálfleik. Við vorum vel skipulagðar og lokuðum á sendingarnar in á miðjuna, það var ætlunin. Við pressuðum hátt og sköpuðum okkur mörg færi út frá því, en náum ekki að nýta þau," sagði Sara og aðspurð hvort of mikil orka hafi farið í pressuna í fyrri hálfleik svaraði hún. „Ég veit það ekki. Þegar við fengum markið á okkur í seinni hálfleik þá fannst mér við detta úr takt. Pressan var ekki eins góð og við náðum ekki að halda boltanum nægilega vel innan liðsins „Við verðum bara að spila uppá stoltið í þessum tveimur leikjum sem eftir eru," sagði fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir í leikslok.vísir/andri marinóDóra María: Fengum fullt af færum „Við settum markið hátt og vildum komast í þessa lokakeppni á HM og við sáum það alveg að það var raunhæfur möguleiki að ætla að vinna Danmörku hér á heimavelli,“ sagði Dóra María Lárusdóttir eftir tapið í kvöld. „Við fengum fullt af færum í fyrri hálfleik og skipulagið hélt mjög vel. Þær sköpuðu sér ekki mikið af færum. Þetta féll ekki alveg með okkur í seinni háfleik og eftir að þær skora þá náum við aldrei að setja þannig séð stífa pressu á þær. „Það fer ágætis orka í að ætla að pressa en mér fannst þetta allt vera í jafnvægi þangað til þær skora. „Þær eru auðvitað með frábært lið og halda bolta vel. Þeim líður vel eftir að þær skora markið. Þær eru klókar en við hefðum getað gert betur,“ sagði Dóra María.Harpa í baráttunni í kvöld.Vísir/Andri MarinóHarpa Þorsteinsdóttir:Virkilega ósátt hvernig ég nýtti færin mín „Ég er virkilega ósátt við hvernig ég nýtti tækifæri mín í dag. Við vorum að skapa okkur mjög góð færi og vorum að spila mjög vel, en náðum ekki að klára færin," sagði Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands, svekkt í leikslok. „Það er grátlegt að við fórum inn í hálfleikinn án þess að skora. Það var kjaftshögg að fá á okkur markið í fyrri hálfleik, en við reyndum að vinna okkur upp úr því en náðum ekki að skora. „Við settum gífurlega mikla orku í að hápressa þær og ætluðum að klára leikinn þannig, en við hefðum viljað skora eitt eða fleiri mörk í fyrri hálfleik. Það var þó fullt af jákvæðum punktum í leiknum engu að síður." „Þær voru að spila boltanum hraðar í síðari hálfleik og það gerði okkur erfiðara fyrir. Með heppni hefðum við getað jafnað úr þessum föstu leikatriðum í síðari hálfleik, en ekki í dag." „Við féllum full aftarlega eftir að við fengum markið á okkur, ég veit ekki hvað heldur. Hápressan var að gefa okkur fullt, en það er erfitt að spila þannig pressu allan leikinn. Við hefðum kannski átt að velja betri kafla til að pressa, en það er létt að vera vitur eftir á." „Að sjálfsögðu reynum við að klára okkar og reyna fá sem mest út úr þeim leikjum. Þetta eru gífurlega mikilvægir leikir fyrir okkur þótt draumurinn sé úti. Við erum búnar að spila mikið af útileikjum og viljum nýta þessa heimaleiki sem best," sagði Harpa að endingu. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira
Draumur íslenska kvennalandsliðsins um að spila á HM í Kanada á næsta ári er úti eftir 0-1 tap á heimavelli gegn Danmörku. Eina markið kom um miðbik síðari hálfleiks. Ísland spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og fram að marki Dana sem kom eftir 58. mínútur þegar Pernille Harder kom gestunum yfir. Eftir það var allt annað uppá teningnum hjá íslenska liðinu sem virtist rotast við þetta mark Dana. Íslenska liðið spilaði 4-3-3, eins og í flestum leikjum í undankeppninni. Þóra B. Helgadóttir var í markinu og fjögurra manna varnalínu skipuðu, frá hægri til vinstri, þær Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir. Á miðjunni var Dóra María Lárusdóttir og fyrir framan hana voru þær Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir. Fanndís Friðriksdóttir var á hægri kantinum, Rakel Hönnudóttir þeim vinstri og markadrottning Pepsi-deildar kvenna, Harpa Þorsteinsdóttir, var fremst. Íslenska liðið byrjaði af miklum krafti. Þær kræktu í tvær hornspryrnur á fyrstu fjórum mínútum leiksins sem báðar voru nokkuð hættulegar. Fanndís Friðriksdóttir byrjaði með miklum látum og var að valda fyrirliðanum Line Röddik Hansen miklum vandræðum. Bæði Sara Björk og Harpa fengu báðar fín færi á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og íslenska liðið lofaði góðu.Dagný Brynjarsdóttir á eftir leikmanni Dana.vísir/andri marinóGestirnir frá Danmörku voru betri í sókn heldur en vörn. Skyndisóknir þeirra voru hættulegar og þær fengu eina svoleiðis eftir fjórar mínútur, en Þóra B. Helgadóttir var vel með á nótunum. Það var með ólíkindum að íslenska liðið hafi ekki verið búið að skora í fyrri hálfleik, en gestirnir komu líklega boltanum yfir línuna undir lok fyrri hálfleiks. Eftir hornspyrnu skallaði Sofie Pedersen í slá og inn virtist vera, en dómarar leiksins töldu boltann ekki inni. Það var því markalaust þegar rúmenski dómarinn, Teodora Albon, flautaði til hálfleiks. Fyrri hálfleikurinn var afar góður af hálfu íslenska liðsins. Liðið spilaði beinskeyttan sóknarleik og gaf fá færi á sér. Þríeykið í fremstu víglínu; Fanndís, Harpa og Rakel var að valda usla og ég er nokkuð viss um að Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, hafi verið ánægður með spilamennskuna í fyrri hálfleik. Eina sem vantaði var að koma tuðrunni í netið. Danirnir byrjuðu af krafti í upphafi síðari hálfleiks og komust yfir eftir tæpan klukkutíma. Theresa Nielsen fékk boltann hægra megin, lagði boltann út í teiginn þar sem Pernille Harder kom á siglingunni og þrumaði boltanum í netið. Óverjandi fyrir Þóru og okkar stúlkur lentar undir. Nú reyndi fyrst á íslenska liðið. Hálftími eftir og þær þurftu mark, ef ekki mörk. Arna Sif Ásgrímsdóttir kom inná í stað Glódísar Perlu sem glímdi við meiðsli. Þær sköpuðu sér afar fá færi eftir að danska liðið komst yfir og Freyr Alexandersson freistaði gæfunnar með að henda markahæsta leikmanni íslenska hópsins Hólmfríði Magnúsdóttir inná í stað Fanndísar Friðriksdóttir sem átti betri fyrri hálfleik, en síðari hálfleik. Lítið sem ekkert gerðist þó við þessar breytingar og dó dálítið leikurinn eftir mark Dana. Íslensku stelpurnar freistuðu þess að jafna metin, en allt kom fyrir ekki og náðu gestirnir að drepa algjörlega leikinn. Þær sigldu svo þremur stigunum heim til Danmerkur, lokatölur 0-1. Fyrri hálfleikurinn lofaði virkilega góðu og var ótrúlegt að íslenska liðið hafi ekki verið komið yfir í hálfleik. Í síðari hálfleik styrktust Danirnir og skoruðu svo eina mark leiksins sem skildi liðin að. Mikil orka fór í pressu íslenska liðsins í fyrri hálfleik , en íslenska liðið átti lítið púður til að freista þess að jafna metin í síðari hálfleik. Með tapinu er HM draumurinn á enda. Ísland er nú í þriðja sæti með þrettán stig eftir átta leiki, en fjögur lið af sjö með besta árangurinn í öðru sæti fara í umspil. Því er draumurinn um að Ísland spili á HM í Kanada úti, en Ísland spilar geng Ísrael og Serbíu um miðjan september og spilar þar uppá stoltið.vísir/andri marinóFreyr: Þú verður að klára færin „Við fengum mörg færi, pressuðum vel og komum okkur í opnar stöður og í svona leikjum þá verður þú að klára færin sem þú færð og við erum að súpa seyðið af því,“ sagði Freyr Alexandersson þjálfari Íslands. „Þær skora gott mark svo sem, það var vel spilað. Við vissum alveg að þær myndu fá færi en við áttum bara að vera komin í 1 eða 2-0 í fyrri hálfleik. „Leikskipulagið gekk eins og sögu og þess vegna svíður það svolítið að hafa ekki náð inn þessu marki. Það breytir svo mikið leiknum. Þá hefðum við getað þrengt svæðin ennþá frekar, tekið okkur tíma í þetta og siglt þessu heim. Í staðin komast þær 1-0 yfir og sigla þessu heim,“ sagði Freyr. Danska vörnin var í miklum vandræðum í fyrri hálfleik og átti fá svör við leik íslenska liðsins. „Þetta var svipað og í fyrri leiknum gegn Dönum. Við erum með kröftuga leikmenn og þegar þær koma af mikilli ákefð á andstæðinginn þá vinna þær boltann oft. Danirnir vilja reyna að spila og við vissum það. Við reyndum að koma á þær og vinna boltann og það gekk vel. Ég er ofboðslega fúll að hafa ekki fengið mark út úr því. „Stóra skýringin er að það fór mikil orka og svo lendum við undir og ég er ekki viss um að við höfum haft nægjanlega orku til að gera betur. Ég veit að stelpurnar vildu það en við misstum aðeins neistann. Það vantaði kraftinn sem við höfðum í fyrri hálfleik þar sem við vorum gjörsamlega með leikinn. „Það er mjög leiðinlegt að draumurinn sé úti og svo fannst mér leikmennirnir eiga það skilið að fá þrjú eða að minnsta kosti stig út úr þessum leik. Miðað við frammistöðuna og framlagið þá er ég svekktur fyrir okkar hönd, allra,“ sagði Freyr.Sara Björk skallar boltann í kvöld.vísir/andri marinóSara Björk: Spilum uppá stoltið „Þetta var mjög svekkjandi þar sem við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, við Vísi í leikslok. „Við sköpuðum okkur fullt af færum og hefðum auðveldlega sett eitt til tvö mörk. Það hefði klárlega breytt leiknum „Mér fannst við spila rosalega vel í fyrri hálfleik. Við vorum vel skipulagðar og lokuðum á sendingarnar in á miðjuna, það var ætlunin. Við pressuðum hátt og sköpuðum okkur mörg færi út frá því, en náum ekki að nýta þau," sagði Sara og aðspurð hvort of mikil orka hafi farið í pressuna í fyrri hálfleik svaraði hún. „Ég veit það ekki. Þegar við fengum markið á okkur í seinni hálfleik þá fannst mér við detta úr takt. Pressan var ekki eins góð og við náðum ekki að halda boltanum nægilega vel innan liðsins „Við verðum bara að spila uppá stoltið í þessum tveimur leikjum sem eftir eru," sagði fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir í leikslok.vísir/andri marinóDóra María: Fengum fullt af færum „Við settum markið hátt og vildum komast í þessa lokakeppni á HM og við sáum það alveg að það var raunhæfur möguleiki að ætla að vinna Danmörku hér á heimavelli,“ sagði Dóra María Lárusdóttir eftir tapið í kvöld. „Við fengum fullt af færum í fyrri hálfleik og skipulagið hélt mjög vel. Þær sköpuðu sér ekki mikið af færum. Þetta féll ekki alveg með okkur í seinni háfleik og eftir að þær skora þá náum við aldrei að setja þannig séð stífa pressu á þær. „Það fer ágætis orka í að ætla að pressa en mér fannst þetta allt vera í jafnvægi þangað til þær skora. „Þær eru auðvitað með frábært lið og halda bolta vel. Þeim líður vel eftir að þær skora markið. Þær eru klókar en við hefðum getað gert betur,“ sagði Dóra María.Harpa í baráttunni í kvöld.Vísir/Andri MarinóHarpa Þorsteinsdóttir:Virkilega ósátt hvernig ég nýtti færin mín „Ég er virkilega ósátt við hvernig ég nýtti tækifæri mín í dag. Við vorum að skapa okkur mjög góð færi og vorum að spila mjög vel, en náðum ekki að klára færin," sagði Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands, svekkt í leikslok. „Það er grátlegt að við fórum inn í hálfleikinn án þess að skora. Það var kjaftshögg að fá á okkur markið í fyrri hálfleik, en við reyndum að vinna okkur upp úr því en náðum ekki að skora. „Við settum gífurlega mikla orku í að hápressa þær og ætluðum að klára leikinn þannig, en við hefðum viljað skora eitt eða fleiri mörk í fyrri hálfleik. Það var þó fullt af jákvæðum punktum í leiknum engu að síður." „Þær voru að spila boltanum hraðar í síðari hálfleik og það gerði okkur erfiðara fyrir. Með heppni hefðum við getað jafnað úr þessum föstu leikatriðum í síðari hálfleik, en ekki í dag." „Við féllum full aftarlega eftir að við fengum markið á okkur, ég veit ekki hvað heldur. Hápressan var að gefa okkur fullt, en það er erfitt að spila þannig pressu allan leikinn. Við hefðum kannski átt að velja betri kafla til að pressa, en það er létt að vera vitur eftir á." „Að sjálfsögðu reynum við að klára okkar og reyna fá sem mest út úr þeim leikjum. Þetta eru gífurlega mikilvægir leikir fyrir okkur þótt draumurinn sé úti. Við erum búnar að spila mikið af útileikjum og viljum nýta þessa heimaleiki sem best," sagði Harpa að endingu.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira