Varar við snörpum vindhviðum á morgun Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2014 11:42 Væntanlegt óveður eru leifarnar af fellibylnum Cristobal sem olli usla í Karíbahafi fyrr í vikunni. Vísir/Arnþór Birkisson Veðurstofan spáir stormi eða roki á morgun þegar leifarnar af fellibylnum Cristobal ganga yfir landið. Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur segir í samtali við Vísi að spáð sé snörpum vindhviðum við fjöll víða um land, við suðurströndina og á hálendi. „Það er spáð mikilli rigningu, einkum suðaustan til á landinu, í Mýrdal, Öræfum og sunnanverðum Austfjörðum. Þetta er alvöru kröpp og djúp haustlægð.“ „Ætli það ekki bara,“ segir Þorsteinn, aðspurður hvort sumarið sé þá búið, en tekur þó fram að sumarið nái alveg fram í október samkvæmt Veðurstofunni. Veðurstofusumarið nær alveg frá júní og út september. Þorsteinn segir að Veðurstofan beini þeim orðum til fólks að vera ekki að ferðast að óþörfu á morgun. „Ekki með húsbíla eða aftanívagna. Þá er fólk beðið um að ganga frá lausum munum, trampólínum, gasgrillum og fleira sem gæti farið af stað í suðaustanrokinu.“ Þorsteinn segir að það eigi að lægja sunnan til annað kvöld. „Seinni partinn á morgun fer að draga úr þessu suðvestanlands en það gæti þó hvesst aftur annað kvöld. Það verður hvassviðri á norðanverðu og austanverðu landinu fram eftir kvöldi á morgun.“ Væntanlegt óveður eru leifarnar af fellibylnum Cristobal sem kemur núna og heimsækir Ísland. „Það eru alla vega hlýindi á landinu. Það er engin snjókoma. Það verður hins vegar mikil rigning á suðaustanverðu landinu,“ segir Þorsteinn, en hiti verður á bilinu 10 til 17 stig. Í fréttatilkynningu frá Veðurstofunni segir að kröpp og djúp lægð komi að landinu úr suðvestri í nótt og búist er við suðaustan- og austanátt, 18-25 m/s, og allt að 28 m/s á hálendinu. „Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 45 m/s.“ Hitabeltislægðin Cristobal olli tjóni á eyjunum við Karíbahaf um síðustu helgi. Á þriðjudag náði Cristobal styrk fyrsta stigs fellibyls. Í fréttatilkynningu sem Veðurstofan sendi frá sér í gær segir að yfirleitt minnki fellibyljir þegar þeir fara norður yfir kaldari sjó. Veður Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
Veðurstofan spáir stormi eða roki á morgun þegar leifarnar af fellibylnum Cristobal ganga yfir landið. Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur segir í samtali við Vísi að spáð sé snörpum vindhviðum við fjöll víða um land, við suðurströndina og á hálendi. „Það er spáð mikilli rigningu, einkum suðaustan til á landinu, í Mýrdal, Öræfum og sunnanverðum Austfjörðum. Þetta er alvöru kröpp og djúp haustlægð.“ „Ætli það ekki bara,“ segir Þorsteinn, aðspurður hvort sumarið sé þá búið, en tekur þó fram að sumarið nái alveg fram í október samkvæmt Veðurstofunni. Veðurstofusumarið nær alveg frá júní og út september. Þorsteinn segir að Veðurstofan beini þeim orðum til fólks að vera ekki að ferðast að óþörfu á morgun. „Ekki með húsbíla eða aftanívagna. Þá er fólk beðið um að ganga frá lausum munum, trampólínum, gasgrillum og fleira sem gæti farið af stað í suðaustanrokinu.“ Þorsteinn segir að það eigi að lægja sunnan til annað kvöld. „Seinni partinn á morgun fer að draga úr þessu suðvestanlands en það gæti þó hvesst aftur annað kvöld. Það verður hvassviðri á norðanverðu og austanverðu landinu fram eftir kvöldi á morgun.“ Væntanlegt óveður eru leifarnar af fellibylnum Cristobal sem kemur núna og heimsækir Ísland. „Það eru alla vega hlýindi á landinu. Það er engin snjókoma. Það verður hins vegar mikil rigning á suðaustanverðu landinu,“ segir Þorsteinn, en hiti verður á bilinu 10 til 17 stig. Í fréttatilkynningu frá Veðurstofunni segir að kröpp og djúp lægð komi að landinu úr suðvestri í nótt og búist er við suðaustan- og austanátt, 18-25 m/s, og allt að 28 m/s á hálendinu. „Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 45 m/s.“ Hitabeltislægðin Cristobal olli tjóni á eyjunum við Karíbahaf um síðustu helgi. Á þriðjudag náði Cristobal styrk fyrsta stigs fellibyls. Í fréttatilkynningu sem Veðurstofan sendi frá sér í gær segir að yfirleitt minnki fellibyljir þegar þeir fara norður yfir kaldari sjó.
Veður Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira