Eldgosin orðin sjö frá upphafi jarðhræringa Svavar Hávarðsson skrifar 10. september 2014 07:00 Á þremur vikum hefur kvika sjö sinnum náð upp á yfirborð - og því eru eldgosin sjö. Fréttablaðið/Auðunn „Þessi atburðarás fer að krefjast þess að talað sé um elda, líkt og talað er um Kröfluelda eða Skaftárelda. Við erum með mikla eldvirkni á ákveðnu svæði sem kemur og fer. Við höfum þegar sjö atvik þar sem kvika hefur komið upp á yfirborð jarðar,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur og verkefnastjóri hjá Almannavörnum. „Sérstaklega á þetta við ef umbrotin halda áfram næstu misserin.“ Í yfirlitsflugi vísindamanna á sunnudag sást þriðji sigketillinn í Dyngjujökli, aðeins um þrjá kílómetra frá sporði jökulsins. Fyrir höfðu sést þrír sigkatlar; tveir í Dyngjujökli síðustu daga og sá fyrsti, eða fyrstu, mun sunnar í jöklinum fyrir suðaustan Grímsvötn. Þá eru ótalin eldgosin utan jökuls. Örgosið fyrsta í Holuhrauni; annað gosið sem stendur enn yfir af krafti, og síðan sprungan þar fyrir sunnan sem nú er kulnuð. Björn segir, og á því þurfi að hnykkja vegna áhuga fólks að fara til að skoða eldsumbrotin, að eldgosin sjö séu aðeins hluti af miklu stærri atburðarás. „Þetta spannar allan norðvestur hluta Vatnajökuls. Á síðustu dögum höfum við séð sigið í Bárðabungu upp á allt að 20 metra og nýjan sigketil í Dyngjujökli. Eldgos er uppi í Holuhrauni. Við þetta bætist framrás berggangsins með miklum jarðhræringum því fylgjandi. Fólk horfir mjög til þessa fallega eldgoss, sem þó getur reynst mjög hættulegt þeim sem staddir eru nálægt því. En váin á svæðinu er miklu meiri, eins og rætt var um áður en eldgosin hófust utan jökuls,“ segir Björn og vísar til hættu á eldgosi undir jökli og flóðahættu því tengdu. „Kannski er þetta tímaspursmál hvenær þessir litlu atburðir undir Dyngjujökli verði af þeirri stærðargráðu að þeir bræði sig upp úr jöklinum,“ segir Björn. Í ljósi þess að sigkatlarnir eru orðnir fjórir, hið minnsta, má spyrja hvert fer vatnið. Björn segir það koma til greina að bráðin úr Dyngjujökli renni út í Jökulsá á Fjöllum án þess að þess verði sérstaklega vart. Áin er vatnsmikil og rennur undan jöklinum í mörgum kvíslum á tugkílómetra löngu svæði. „Fræðilega getur verið að vatnið renni þar fram, án þess að við verðum þess vör, því magnið er það lítið.“ Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þessi atburðarás fer að krefjast þess að talað sé um elda, líkt og talað er um Kröfluelda eða Skaftárelda. Við erum með mikla eldvirkni á ákveðnu svæði sem kemur og fer. Við höfum þegar sjö atvik þar sem kvika hefur komið upp á yfirborð jarðar,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur og verkefnastjóri hjá Almannavörnum. „Sérstaklega á þetta við ef umbrotin halda áfram næstu misserin.“ Í yfirlitsflugi vísindamanna á sunnudag sást þriðji sigketillinn í Dyngjujökli, aðeins um þrjá kílómetra frá sporði jökulsins. Fyrir höfðu sést þrír sigkatlar; tveir í Dyngjujökli síðustu daga og sá fyrsti, eða fyrstu, mun sunnar í jöklinum fyrir suðaustan Grímsvötn. Þá eru ótalin eldgosin utan jökuls. Örgosið fyrsta í Holuhrauni; annað gosið sem stendur enn yfir af krafti, og síðan sprungan þar fyrir sunnan sem nú er kulnuð. Björn segir, og á því þurfi að hnykkja vegna áhuga fólks að fara til að skoða eldsumbrotin, að eldgosin sjö séu aðeins hluti af miklu stærri atburðarás. „Þetta spannar allan norðvestur hluta Vatnajökuls. Á síðustu dögum höfum við séð sigið í Bárðabungu upp á allt að 20 metra og nýjan sigketil í Dyngjujökli. Eldgos er uppi í Holuhrauni. Við þetta bætist framrás berggangsins með miklum jarðhræringum því fylgjandi. Fólk horfir mjög til þessa fallega eldgoss, sem þó getur reynst mjög hættulegt þeim sem staddir eru nálægt því. En váin á svæðinu er miklu meiri, eins og rætt var um áður en eldgosin hófust utan jökuls,“ segir Björn og vísar til hættu á eldgosi undir jökli og flóðahættu því tengdu. „Kannski er þetta tímaspursmál hvenær þessir litlu atburðir undir Dyngjujökli verði af þeirri stærðargráðu að þeir bræði sig upp úr jöklinum,“ segir Björn. Í ljósi þess að sigkatlarnir eru orðnir fjórir, hið minnsta, má spyrja hvert fer vatnið. Björn segir það koma til greina að bráðin úr Dyngjujökli renni út í Jökulsá á Fjöllum án þess að þess verði sérstaklega vart. Áin er vatnsmikil og rennur undan jöklinum í mörgum kvíslum á tugkílómetra löngu svæði. „Fræðilega getur verið að vatnið renni þar fram, án þess að við verðum þess vör, því magnið er það lítið.“
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði