Hanna Birna svarar umboðsmanni 9. september 2014 17:52 Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. vísir/daníel Hanna Birna Kristjánsdóttir svaraði í dag bréfi Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, sem hann sendi henni þegar hann tilkynnti að hann myndi hefja formlega athugun á samskiptum hennar við Stefán Eiríksson lögreglustjóra. Í svari sínu segir Hanna Birna að það séu meginatriði þessa máls og það sem mestu skipti að Stefán hafi ekki verið stjórnandi umræddrar rannsóknar. „Hann tók ekki ákvörðun um rannsóknina, stjórnaði henni ekki, tók ekki einstakar ákvarðanir um aðgerðir og hafði ekki afskipti af henni frá degi til dags. Þessar ákvarðanir voru í höndum ríkissaksóknara (R) sem bar ábyrgð á rannsókninni,“ segir Hanna Birna. Þá segir Hanna Birna að í bréfi umboðsmanns sé fjallað ítarlega um lýsingu lögreglustjórans á samskiptum við ráðherra Hanna Birna segist ekki ætla og geti ekki stöðu sinnar vegna haft opinberlega orðrétt eftir samskipti sín við embættismenn, en geti hins vegar fullyrt að upplifun hennar af þessum samtölum við Stefán hafi ekki verið í samræmi við þá mynd sem dregin er upp í bréfi Umboðsmanns Alþingis. Samskiptin hafi fyrst og fremst snúist um að bera undir Stefán hvað væri eðlilegt ferli almennt í slíkum rannsóknum og hvernig öryggi rannsóknargagna væri almennt tryggt. Hanna Birna segist hafa gert það sem hún gat til að greiða fyrir rannsókninni. Hún hafi fengið þær upplýsingar í byrjun að rannsóknin myndi taka um tvær vikur eða svo, en ekki rúmlega hálft ár. „Engar viðhlítandi skýringar hafa fengist á því hvers vegna þessi tiltölulega einfalda rannsókn tók svo langan tíma og varð svo umfangsmikil sem raun ber vitni,“ segir Hanna Birna. Þá segir Hanna Birna að ekki hafi verið tilefni fyrir ráðherra að víkja úr embætti við upphaf rannsóknarinnar, ekki síst í því ljósi að ákvörðun ríkissaksóknara um fyrirkomulag rannsóknarinnar tryggði sjálfstæði gagnvart ráðuneytinu. Hún hafi með öðrum orðum ekki farið með neinar þær stjórnunar- eða eftirlitsheimildir í málinu sem kölluðu á að hún viki sæti. Tilefni til þess hafi heldur ekki myndast síðar, enda hafi ekki falist í samtölum hennar við Stefán nokkur afskipti af rannsókninni. Hún ítrekar að hún hafi talið sig allan tímann standa rétt að verki, sem og aðra í ráðuneytinu, L og öðrum sem hlut eiga að máli.Bréfið í heild sinni má lesa hér. Alþingi Lekamálið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir svaraði í dag bréfi Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, sem hann sendi henni þegar hann tilkynnti að hann myndi hefja formlega athugun á samskiptum hennar við Stefán Eiríksson lögreglustjóra. Í svari sínu segir Hanna Birna að það séu meginatriði þessa máls og það sem mestu skipti að Stefán hafi ekki verið stjórnandi umræddrar rannsóknar. „Hann tók ekki ákvörðun um rannsóknina, stjórnaði henni ekki, tók ekki einstakar ákvarðanir um aðgerðir og hafði ekki afskipti af henni frá degi til dags. Þessar ákvarðanir voru í höndum ríkissaksóknara (R) sem bar ábyrgð á rannsókninni,“ segir Hanna Birna. Þá segir Hanna Birna að í bréfi umboðsmanns sé fjallað ítarlega um lýsingu lögreglustjórans á samskiptum við ráðherra Hanna Birna segist ekki ætla og geti ekki stöðu sinnar vegna haft opinberlega orðrétt eftir samskipti sín við embættismenn, en geti hins vegar fullyrt að upplifun hennar af þessum samtölum við Stefán hafi ekki verið í samræmi við þá mynd sem dregin er upp í bréfi Umboðsmanns Alþingis. Samskiptin hafi fyrst og fremst snúist um að bera undir Stefán hvað væri eðlilegt ferli almennt í slíkum rannsóknum og hvernig öryggi rannsóknargagna væri almennt tryggt. Hanna Birna segist hafa gert það sem hún gat til að greiða fyrir rannsókninni. Hún hafi fengið þær upplýsingar í byrjun að rannsóknin myndi taka um tvær vikur eða svo, en ekki rúmlega hálft ár. „Engar viðhlítandi skýringar hafa fengist á því hvers vegna þessi tiltölulega einfalda rannsókn tók svo langan tíma og varð svo umfangsmikil sem raun ber vitni,“ segir Hanna Birna. Þá segir Hanna Birna að ekki hafi verið tilefni fyrir ráðherra að víkja úr embætti við upphaf rannsóknarinnar, ekki síst í því ljósi að ákvörðun ríkissaksóknara um fyrirkomulag rannsóknarinnar tryggði sjálfstæði gagnvart ráðuneytinu. Hún hafi með öðrum orðum ekki farið með neinar þær stjórnunar- eða eftirlitsheimildir í málinu sem kölluðu á að hún viki sæti. Tilefni til þess hafi heldur ekki myndast síðar, enda hafi ekki falist í samtölum hennar við Stefán nokkur afskipti af rannsókninni. Hún ítrekar að hún hafi talið sig allan tímann standa rétt að verki, sem og aðra í ráðuneytinu, L og öðrum sem hlut eiga að máli.Bréfið í heild sinni má lesa hér.
Alþingi Lekamálið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira