Framlög til ferðamála lækka nokkuð á næsta ári. Ferðamálastofa fær rúmum 100 milljónum minna en á yfirstandandi ári og þá lækka framlög í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða einnig.
Framkvæmdasjóðurinn fær 145 milljónir króna á næsta ári en fékk 260 milljónir í ár.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verður 150 milljóna króna tímabundið framlag vegna endurbóta á innviðum fjölsóttra ferðamannastaða fellt niður.
Í lögum um framkvæmdasjóðinn er kveðið á um að 3/5 hlutar gistináttaskatts renni beint í sjóðinn. Vegna hagræðingar á yfirstandandi fjárlagaári og því næsta verður sjóðurinn hins vegar af 13 milljónum.
Ferðaþjónustuaðilar binda vonir við að frumvarp um náttúrupassa verði lagt fram nú í haust, og að tekjur sem fáist af passanum renni beint í að styrkja innviði ferðaþjónustunnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er frumvarpið ekki tilbúið en vinna við það stendur yfir á vegum iðnaðarráðherra.
Kaldar kveðjur til ferðaþjónustunnar

Tengdar fréttir

Nýr skattur lagður á ferðaþjónustuna
Afþreyingarferðir á borð við hvalaskoðun og flúðasiglingar gætu hækkað í verði.