Það hefur gjörsamlega allt verið brjálað í Bandaríkjunum í dag eftir að myndband af ruðningskappanum Ray Rice var lekið en á myndbandinu rotar hann unnustu sína í lyftu.
Þessi nýju sönnunargögn í málinu hafa orðið til þess að Rice er kominn í ótímabundið bann frá NFL-deildinni og félag hans, Baltimore Ravens, er búið að reka hann.
Upphaflega fékk Rice aðeins tveggja leikja bann og hann átti að koma úr því banni á föstudag. Myndbandið hefur aftur á móti breytt öllu.
NFL fékk ekki að sjá það myndband er það úrskurðaði Rice í tveggja leikja bann. Deildin tók þó upp harðari reglur er varða heimilisofbeldi.
Þess má geta að unnustan sem hann rotaði giftist honum síðan og eru þau gift enn í dag.
Myndbandið af rothögginu má sjá hér.

