Rútur stífla götur í miðborginni: Skiljanlegt að íbúum sé misboðið Kjartan Atli Kjartansson skrifar 4. september 2014 12:08 Hér má sjá rútu á gatnamótum Hverfisgötu og Vitastígs. Erfitt er fyrir bílstjóra að komast framfyrir rútuna með löglegum hætti, því þarna er framúrakstur bannaður. Fjölmargir eru orðnir þreyttir á mikilli rútuumferð um þröng stræti í miðborginni. Dæmi eru um að rútubílstjórar stöðvi beint fyrir utan hótel í miðborginni og stöðvi umferð á meðan ferðamenn fara inn eða út úr rútunum. Borgaryfirvöld hafa reynt að bregðast við þessu. „Við erum meðvituð um vandamálið,“ segir Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkur. „Það er fullkomlega skiljanlegt að íbúar í gömlum rótgrónum hverfum sé misboðið þegar hávaðasamar díselknúnar rútur leggja í þrengstu götur Reykjavíkur. Sjálfur hefur maður oft lent í langri röð á eftir rútu sem kannski er búið að leggja í Aðalstræti og oft sem maður verður of seinn á áfangastað vegna þess,“ segir Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri. Í upplýsingum frá Samgöngustofu kemur fram að langferðabifreiðum hafi fjölgað mikið á síðustu fimmtán árum. Stærri rútum fer sérstaklega fjölgandi.Hér er búið að leggja rútu á Hverfisgötu, við Klapparstíg.Mynd/Þorgeir ÓlafssonTilmæli liggja fyrirAð sögn Ólafs samgöngustjóra liggja tilmæli til rútufyrirtækja fyrir um hvert skuli beina rútuumferð í miðborginni. Hann segir borgaryfirvöld hafa verið í sambandi við Samtök Ferðaþjónustunnar um hvaða leiðir rútur eigi að fara í miðbænum.En er farið eftir þessum tilmælum?„Það er aftur á móti góð spurning. Þau liggja allavega fyrir og eru hugsuð til stuðnings. Málið er að það er búið að skipuleggja ferðamannabransann þannig að ferðamaðurinn er nánast keyrður alveg að hótelinu og hóteleigendur bera sig mjög illa ef aðgengi að þeirra hótelum er skert,“ svarar hann. Ólafur segist hafa heyrt af kvörtunum um að rútubílstjórar leggi fyrir utan hótel og teppi umferð. „Þeir eru misgóðir að fara eftir reglum eins og gengur og gerist annarsstaðar. Stundum er það þannig að bílstjórinn þarf kannski að fara inn á hótelið til að sækja ákveðna gesti,“ segir hann og heldur áfram: „Það er ekki kominn þessi kúltúr að ferðamann gangi svolítinn spotta til að fara á hótelið sitt.“Hér er búið að leggja rútu á Barónstíg.Mynd/Þorgeir ÓlafssonTiltekin stæði fyrir rúturÓlafur segir að Reykjavíkurborg hafi úthlutað ákveðin stæði og hugmyndin sé að með tímanum muni þær leggja þar og síðan geti ferðamenn gengið þaðan. „Við höfum til dæmis útveegað rútum stæði við Lækjargötu og leyft þeim að keyra inn aðalstræti. Við höfum verið að búa í haginn fyrir rútur svo þær geti stoppað á tilteknum stöðum og látið þá farþegana ganga eitthvað áleiðis að hótelunum.“ Jakob Frímann tekur undir með Ólafi: „Við viljum þjónusta ferðamenn og gera þeim kleift að komast í sínar ferðir. En það þarf að taka það mjög föstum tökum hvert ferðamönnum er beint og hvar þeir geta hoppað í og úr rútum.“ Jakob Frímann segir að rætt hafi verið við rútufyrirtæki um hugsanlega staði sem hægt sé að leggja rútum og beina ferðamönnum í strætisvagna eða hvetja þá til að ganga. „Það hefur verið rætt um Hlemm í því samhengi og svo annan stað nálægt gömlu mjólkurstöðinni, en þær hugmyndir eru allar á umræðustigi.“Hér er rúta í Skúlagötu.Mynd/ Þorgeir ÓlafssonStórum langferðabílum fjölgað Í upplýsingum frá Samgöngustofu kemur fram að stórum langferðabifreiðum hafi fjölgað undanfarin fimmtán ár. „Fjöldi nýskráðra hópbifreiða síðustu 15 ár hefur verið mun meiri en afskráningar á sama tímabili. Almennar hópbifreiðar og strætisvagnar eru ekki sundurliðaðar sérstaklega í skrám en rúmlega helmingur allra hópbifreiða frá árinu 1999 eru 9-22 sæta. Heildarfjöldi mögulegra farþegar (miðað við sætafjölda) hefur því aukist gríðarlega á þessu tímabili en ætla má að þar sé bæði um að ræða farþega strætó og almennra hópferðabíla. Tekið skal fram að þó talað sé um nýskráningar eru einhverjar þessara bifreiða fluttar notaðar til landsins.“ Jakob Frímann segir að hraður vöxtur ferðamennskunnar sé ástæðan fyrir þessum vandkvæðum sem íbúar miðborgarinnar og aðrir sem eiga þar leið um finni fyrir. „Þetta eru ákveðnir vaxtaverkir sem allir finna fyrir. Þetta er ný búgrein sem hefur vaxið á ógnarhraða. Við viljum ekki bægja frá okkur björginni og viljum bjóða ferðamenn velkomna. Við viljum því reyna að leysa þessi mál. Í því vinnur fjöldinn af hæfum sérfræðingum.“ Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira
Fjölmargir eru orðnir þreyttir á mikilli rútuumferð um þröng stræti í miðborginni. Dæmi eru um að rútubílstjórar stöðvi beint fyrir utan hótel í miðborginni og stöðvi umferð á meðan ferðamenn fara inn eða út úr rútunum. Borgaryfirvöld hafa reynt að bregðast við þessu. „Við erum meðvituð um vandamálið,“ segir Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkur. „Það er fullkomlega skiljanlegt að íbúar í gömlum rótgrónum hverfum sé misboðið þegar hávaðasamar díselknúnar rútur leggja í þrengstu götur Reykjavíkur. Sjálfur hefur maður oft lent í langri röð á eftir rútu sem kannski er búið að leggja í Aðalstræti og oft sem maður verður of seinn á áfangastað vegna þess,“ segir Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri. Í upplýsingum frá Samgöngustofu kemur fram að langferðabifreiðum hafi fjölgað mikið á síðustu fimmtán árum. Stærri rútum fer sérstaklega fjölgandi.Hér er búið að leggja rútu á Hverfisgötu, við Klapparstíg.Mynd/Þorgeir ÓlafssonTilmæli liggja fyrirAð sögn Ólafs samgöngustjóra liggja tilmæli til rútufyrirtækja fyrir um hvert skuli beina rútuumferð í miðborginni. Hann segir borgaryfirvöld hafa verið í sambandi við Samtök Ferðaþjónustunnar um hvaða leiðir rútur eigi að fara í miðbænum.En er farið eftir þessum tilmælum?„Það er aftur á móti góð spurning. Þau liggja allavega fyrir og eru hugsuð til stuðnings. Málið er að það er búið að skipuleggja ferðamannabransann þannig að ferðamaðurinn er nánast keyrður alveg að hótelinu og hóteleigendur bera sig mjög illa ef aðgengi að þeirra hótelum er skert,“ svarar hann. Ólafur segist hafa heyrt af kvörtunum um að rútubílstjórar leggi fyrir utan hótel og teppi umferð. „Þeir eru misgóðir að fara eftir reglum eins og gengur og gerist annarsstaðar. Stundum er það þannig að bílstjórinn þarf kannski að fara inn á hótelið til að sækja ákveðna gesti,“ segir hann og heldur áfram: „Það er ekki kominn þessi kúltúr að ferðamann gangi svolítinn spotta til að fara á hótelið sitt.“Hér er búið að leggja rútu á Barónstíg.Mynd/Þorgeir ÓlafssonTiltekin stæði fyrir rúturÓlafur segir að Reykjavíkurborg hafi úthlutað ákveðin stæði og hugmyndin sé að með tímanum muni þær leggja þar og síðan geti ferðamenn gengið þaðan. „Við höfum til dæmis útveegað rútum stæði við Lækjargötu og leyft þeim að keyra inn aðalstræti. Við höfum verið að búa í haginn fyrir rútur svo þær geti stoppað á tilteknum stöðum og látið þá farþegana ganga eitthvað áleiðis að hótelunum.“ Jakob Frímann tekur undir með Ólafi: „Við viljum þjónusta ferðamenn og gera þeim kleift að komast í sínar ferðir. En það þarf að taka það mjög föstum tökum hvert ferðamönnum er beint og hvar þeir geta hoppað í og úr rútum.“ Jakob Frímann segir að rætt hafi verið við rútufyrirtæki um hugsanlega staði sem hægt sé að leggja rútum og beina ferðamönnum í strætisvagna eða hvetja þá til að ganga. „Það hefur verið rætt um Hlemm í því samhengi og svo annan stað nálægt gömlu mjólkurstöðinni, en þær hugmyndir eru allar á umræðustigi.“Hér er rúta í Skúlagötu.Mynd/ Þorgeir ÓlafssonStórum langferðabílum fjölgað Í upplýsingum frá Samgöngustofu kemur fram að stórum langferðabifreiðum hafi fjölgað undanfarin fimmtán ár. „Fjöldi nýskráðra hópbifreiða síðustu 15 ár hefur verið mun meiri en afskráningar á sama tímabili. Almennar hópbifreiðar og strætisvagnar eru ekki sundurliðaðar sérstaklega í skrám en rúmlega helmingur allra hópbifreiða frá árinu 1999 eru 9-22 sæta. Heildarfjöldi mögulegra farþegar (miðað við sætafjölda) hefur því aukist gríðarlega á þessu tímabili en ætla má að þar sé bæði um að ræða farþega strætó og almennra hópferðabíla. Tekið skal fram að þó talað sé um nýskráningar eru einhverjar þessara bifreiða fluttar notaðar til landsins.“ Jakob Frímann segir að hraður vöxtur ferðamennskunnar sé ástæðan fyrir þessum vandkvæðum sem íbúar miðborgarinnar og aðrir sem eiga þar leið um finni fyrir. „Þetta eru ákveðnir vaxtaverkir sem allir finna fyrir. Þetta er ný búgrein sem hefur vaxið á ógnarhraða. Við viljum ekki bægja frá okkur björginni og viljum bjóða ferðamenn velkomna. Við viljum því reyna að leysa þessi mál. Í því vinnur fjöldinn af hæfum sérfræðingum.“
Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira