Rússneskir íþróttamenn útilokaðir frá keppnum? Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2014 23:12 Í tillögum ESB er einnig minnst á annars konar möguleika til að þrýsta á Rússa, þar sem efnahagslegar þvinganir hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Vísir/AFP Tillögur að nýjum viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins gegn Rússum gera meðal annars ráð fyrir að erfiða alþjóðleg viðskipti fyrir rússnesk olíufyrirtæki. Ekki er minnst á rússnesk gasfyrirtæki í tillögunum. Hluti tillagnanna hafa þegar lekið út til fjölmiðla en ríkisstjórnir aðildarríkja ESB munu nú leggjast yfir þær áður en næstu skref verða ákveðin.Í frétt Svenska dagblader segir að ekki nóg með að ESB vilji herða efnahagslegar þvinganir þá stendur líka vilji til að útskúfa Rússa á alþjóðavettvangi, til dæmis með því að neita rússneskum íþróttamönnum um þátttökurétt á stórmótum. Um helgina tilkynntu fulltrúar aðildarríkja ESB að Vladimír Pútín Rússlandsforseti skyldi annað hvort samþykkja friðaráætlun til að binda endi á deiluna í austurhluta Úkraínu, ellegar skyldu Rússar sæta enn frekari þvingunum. ESB-ríkin hafa þegar neitað Rússum aðgengi að evrópskri tækni og útbúnaði sem þarf við vinnslu olíu og gass, auk þess að takmarka aðgengi rússneskra banka að fjármálamörkuðum. Þá er einnig búið að takmarka útflutning til Rússlands á ýmsum varningi sem ýmist má nota í borgaralegum eða hernaðarlegum tilgangi, svo sem radarbúnað og fleira. Í tillögunum er einnig minnst á annars konar möguleika til að þrýsta á Rússa, þar sem efnahagslegar þvinganir hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Í tillögunum er þeirri hugmynd meðal annars varpað fram að þrýsta eigi á skipuleggjendur alþjóðlegra íþróttastórmóta að útiloka þátttöku rússneskra keppenda, svo sem Formúlu 1 og keppnum á vegum Knattspyrnusambands Evrópu. Einnig er minnst á heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer einmitt fram í Rússlandi árið 2018. Fulltrúar nokkurra aðildarríkja ESB hafa þó þegar sagt að þau vilji ekki taka HM í knattspyrnu frá Rússum. Þýsk stjórnvöld segja til að mynda slíkt vera í höndum Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA og benda á að mótið sé ekki fyrr en eftir fjögur ár. Margt geti gerst á þeim tíma. FIFA Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Tillögur að nýjum viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins gegn Rússum gera meðal annars ráð fyrir að erfiða alþjóðleg viðskipti fyrir rússnesk olíufyrirtæki. Ekki er minnst á rússnesk gasfyrirtæki í tillögunum. Hluti tillagnanna hafa þegar lekið út til fjölmiðla en ríkisstjórnir aðildarríkja ESB munu nú leggjast yfir þær áður en næstu skref verða ákveðin.Í frétt Svenska dagblader segir að ekki nóg með að ESB vilji herða efnahagslegar þvinganir þá stendur líka vilji til að útskúfa Rússa á alþjóðavettvangi, til dæmis með því að neita rússneskum íþróttamönnum um þátttökurétt á stórmótum. Um helgina tilkynntu fulltrúar aðildarríkja ESB að Vladimír Pútín Rússlandsforseti skyldi annað hvort samþykkja friðaráætlun til að binda endi á deiluna í austurhluta Úkraínu, ellegar skyldu Rússar sæta enn frekari þvingunum. ESB-ríkin hafa þegar neitað Rússum aðgengi að evrópskri tækni og útbúnaði sem þarf við vinnslu olíu og gass, auk þess að takmarka aðgengi rússneskra banka að fjármálamörkuðum. Þá er einnig búið að takmarka útflutning til Rússlands á ýmsum varningi sem ýmist má nota í borgaralegum eða hernaðarlegum tilgangi, svo sem radarbúnað og fleira. Í tillögunum er einnig minnst á annars konar möguleika til að þrýsta á Rússa, þar sem efnahagslegar þvinganir hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Í tillögunum er þeirri hugmynd meðal annars varpað fram að þrýsta eigi á skipuleggjendur alþjóðlegra íþróttastórmóta að útiloka þátttöku rússneskra keppenda, svo sem Formúlu 1 og keppnum á vegum Knattspyrnusambands Evrópu. Einnig er minnst á heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer einmitt fram í Rússlandi árið 2018. Fulltrúar nokkurra aðildarríkja ESB hafa þó þegar sagt að þau vilji ekki taka HM í knattspyrnu frá Rússum. Þýsk stjórnvöld segja til að mynda slíkt vera í höndum Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA og benda á að mótið sé ekki fyrr en eftir fjögur ár. Margt geti gerst á þeim tíma.
FIFA Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent