Tónlist

Faith No More gefa út nýja plötu

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Mike Patton er fjölhæfur söngvari og tónlistarmaður.
Mike Patton er fjölhæfur söngvari og tónlistarmaður. Getty
Mike Patton og þungarokkararnir í Faith No More munu gefa út fyrstu plötuna þeirra í 18 ár í apríl á næsta ári. Þetta kemur fram hjá tímaritinu Rolling Stone. Platan verður framleidd og gefin út sjálfstætt á plötuútgáfu sveitarinnar, Reclamation Records. Bassaleikari sveitarinnar, Bill Gould framleiðir plötuna.

Hljómsveitin skipuleggur nú tónleikaferðalag um Bandaríkin í tilefni af plötunni. Síðan hljómsveitin kom aftur saman árið 2009 hefur hún aðeins spilað í fimm mismunandi borgum í Bandaríkjunum.

Fyrsta smáskífan af plötunni, Motherfucker, verður gefin út í nóvember á sjö tommu plötu í takmörkuðu upplagi. Á B-hlið plötunnar verður rímix eftir J.G. Thirlwell, einnig þekktur sem Foetus.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af tónleikum sveitarinnar fyrir tveim árum þar sem þeir taka lagið Niggas in Paris með Jay-Z og Kanye West.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×