Ray McDonald, leikmaður San Francisco 49ers, hefur verið handtekinn grunaður um að hafa gengið í skrokk á óléttri unnustu sinni.
Hann var handtekinn í gær en búið er að borga fyrir lausn hans úr steininum. Í bili að minnsta kosti.
49ers segist vera að skoða málið og kemur meira frá félaginu síðar.
NFL-deildin er farin í mikla herferð gegn heimilisofbeldi en sú herferð kemur í kjölfar þess að Ray Rice, leikmaður Baltimore, fékk aðeins tveggja leikja bann eftir að hann rotaði unnustu sína.
Nýjar reglur NFL kveða á um að ef leikmenn verða uppvísir að heimilisofbeldi þá geta þeir fengið sex leikja bann í deildinni.
Ef þeir brjóta tvisvar af sér á slíkan hátt þá geta leikmenn fengið lífstíðarbann.
Lamdi ólétta unnustu sína

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn




Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn

„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn

ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn

