Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að Diego Costa hafi sem stendur ekki heilsu til að spila tvo heila leiki í hverri viku.
Costa kom til Chelsea í sumar frá Atletico Madrid og hefur skorað sjö mörk í fyrstu fjórum leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni.
Hann kom inn á sem varamaður þegar Chelsea gerði 1-1 jafntefli gegn Schalke í gær en Mourinho sagði að hann hafi ekki verið í standi til að vera í byrjunarliðinu.
„Costa á í vanda. Hann var í góðu lagi þegar hann kom til okkar frá Atletico,“ sagði Mourinho eftir leikinn í gær en Costa var að glíma við meiðsli aftan í læri í lok síðasta tímabils. Þau meiðsli tóku sig upp þegar hann var hjá spænska landsliðinu fyrr í mánuðinum.
„Ef hann fær viku til að leyfa vöðvanum að jafna sig þá getur hann spilað frá fyrstu mínútu. Þrír dagar eru ekki nóg.“
„Við erum vongóðir um að hann geti spilað [gegn Manchester City] á sunnudag. En ég reikna með því að hann spili ekki gegn Bolton [í deildarbikarnum] í næstu viku.“
Costa tæpur fyrir helgina

Tengdar fréttir

Barcelona marði AOPEL | öll úrslitin í Meistaradeildinni
Alsíringur skoraði fyrstu þrennuna fyrir portúgalskt lið í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu.

Öll Meistaradeildarmörk gærkvöldsins á Vísi
Fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lauk í gær.

Schalke náði í stig á Brúnni
Klaas-Jan Huntelaar skoraði fyrsta mark þýska liðsins gegn Chelsea í Meistaradeildinni.