„Þetta var frábært kvöld fyrir alla sem tengjast félaginu,“ sagði sigurreifur BrendanRodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir 2-1 sigur á búlgarska liðinu Ludogorets í Meistaradeildinni í kvöld.
„Það var frábært að vinna leikinn. Strákarnir sýndu karakter og héldu áfram. Þetta var víti. Það sást alveg á viðbrögðum leikmanna,“ sagði Rodgers, en sigurmarkið skoraði Steven Gerrard úr vítaspyrnu eftir að gestirnir jöfnuðu á 90. mínútu.
„Það er enginn betri undir pressu en Steven Gerrard. Þetta var svona leikur sem við hefðum tapað á fyrstu 5-6 mánuðum sem ég var hérna.“
„Markið hjá Balotelli var líka glæsilegt. Við sögðum honum að fara sem oftast inn í teiginn. Afgreiðslan var í heimsklassa,“ sagði Brendan Rodgers.
Rodgers: Enginn betri undir pressu en Steven Gerrard
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti




„Þetta var bara út um allt“
Fótbolti




„Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“
Enski boltinn
