Aflýsa þurfti rúmlega fimmhundruð flugferðum á flugvellinum í Hong Kong í nótt þegar fellibylurinn Kalmaegi fór þar um. Hlutabréfamarkaðnum í Hong Kong var einnig lokað í morgun vegna veðursins og skólar og fjölmennir vinnustaðir voru einnig tómir.
Fremur lítið tjón varð þó af storminum á Hong Kong þótt tugir hafi slasast en sex fórust þegar ferja sökk við Fillipseyjar á laugardag þegar sama veður gekk þar yfir. Nú stefnir vindurinn inn á meginland Kína.
Fellibylurinn Kalmaegi fór yfir Hong Kong
