„Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa svona í okkar samfélagi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. september 2014 19:00 Hanna Birna var gestur í þættinum Eyjan á Stöð 2 í dag og þar sagði hún við Björn Inga Hrafnsson, umsjónamann þáttarins, að hún hefði aldrei séð stjórnmálin sem einhverja endastöð og gæti alveg eins séð sjálfan sig á öðrum starfsvettvangi. Ráðherra sagðist hafa orðið fyrir margvíslegum hótunum á undanförnum mánuðum. „Ég hef fengið hótanir, morðhótanir og skeytasendingar sem ég trúiði ekki að væru til í okkar samfélagi. Ég hélt að þetta væri ekki til og ég myndi aldrei upplifa svona í okkar samfélagi. Ég hef haft áhyggjur af öryggi mínu og heimili mínu.“ Hanna sagði einnig að hún hafi í gegnum tíðina haft góð samskipti við fjölmiðla en hún nefndi til sögunnar að DV hafi skrifað ótal rangar fréttir um lekamálið svokallaða. „Ég veit ekki hversu mörg hundruð fréttir hafa verið skrifaðar um mig á þeim miðli sem voru beinlínis rangar. Minn aðstoðarmaður Þórey Vilhjálmsdóttir telur að hún hafi fengið þannig aðdróttanir að hálfu DV og starfsmanna þar að hún þurfi að leita réttar síns hvað það varðar.“ Hanna Birna segir að um sé að ræða skeytasendingar blaðamanns sem flestir myndu telja óeðlileg. „Það kemur fram í umræddum skeytum að það sé eins gott fyrir hana [Þóreyju Vilhjálmsdóttur] að játa glæpinn annars verði fjallað um málið á forsíðu blaðsins,“ segir Hanna og bætti við að hún hefði séð umrætt skeyti. Hanna vildi samt sem áður ekki notast við það orðalag að um væri að ræða hótanir. „Hef undanfarið verið hugsi yfir ýmsu í okkar góða samfélagi. Hef sjálf í flóknum pólitískum aðstæðum lagt mig fram um að breyta rétt á hverjum tíma, vinna verkin sem bíða og gæta þeirra almannahagsmuna sem mér var treyst fyrir. Hefði án efa getað brugðist við ýmsu með öðrum hætti - en sterkust situr þó eftir tilfinningin um þau áhrif sem langvarandi vantraust okkar sem þjóðar til hvors annars og grunngilda samfélagsins hefur haft.“ Þetta segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra í stöðufærslu sinni á Facebook í dag. Óhætt er að segja að Hanna Birna hafi mikið verið í kastljósinu undanfarna mánuði vegna lekamálsins svokallaða, en nýlega sagði hún sig frá ákveðnum málaflokkum ráðuneytis síns í kjölfar þess að aðstoðarmaður hennar var ákærður af ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Innlegg frá Hanna Birna Kristjánsdóttir. Lekamálið Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Hanna Birna var gestur í þættinum Eyjan á Stöð 2 í dag og þar sagði hún við Björn Inga Hrafnsson, umsjónamann þáttarins, að hún hefði aldrei séð stjórnmálin sem einhverja endastöð og gæti alveg eins séð sjálfan sig á öðrum starfsvettvangi. Ráðherra sagðist hafa orðið fyrir margvíslegum hótunum á undanförnum mánuðum. „Ég hef fengið hótanir, morðhótanir og skeytasendingar sem ég trúiði ekki að væru til í okkar samfélagi. Ég hélt að þetta væri ekki til og ég myndi aldrei upplifa svona í okkar samfélagi. Ég hef haft áhyggjur af öryggi mínu og heimili mínu.“ Hanna sagði einnig að hún hafi í gegnum tíðina haft góð samskipti við fjölmiðla en hún nefndi til sögunnar að DV hafi skrifað ótal rangar fréttir um lekamálið svokallaða. „Ég veit ekki hversu mörg hundruð fréttir hafa verið skrifaðar um mig á þeim miðli sem voru beinlínis rangar. Minn aðstoðarmaður Þórey Vilhjálmsdóttir telur að hún hafi fengið þannig aðdróttanir að hálfu DV og starfsmanna þar að hún þurfi að leita réttar síns hvað það varðar.“ Hanna Birna segir að um sé að ræða skeytasendingar blaðamanns sem flestir myndu telja óeðlileg. „Það kemur fram í umræddum skeytum að það sé eins gott fyrir hana [Þóreyju Vilhjálmsdóttur] að játa glæpinn annars verði fjallað um málið á forsíðu blaðsins,“ segir Hanna og bætti við að hún hefði séð umrætt skeyti. Hanna vildi samt sem áður ekki notast við það orðalag að um væri að ræða hótanir. „Hef undanfarið verið hugsi yfir ýmsu í okkar góða samfélagi. Hef sjálf í flóknum pólitískum aðstæðum lagt mig fram um að breyta rétt á hverjum tíma, vinna verkin sem bíða og gæta þeirra almannahagsmuna sem mér var treyst fyrir. Hefði án efa getað brugðist við ýmsu með öðrum hætti - en sterkust situr þó eftir tilfinningin um þau áhrif sem langvarandi vantraust okkar sem þjóðar til hvors annars og grunngilda samfélagsins hefur haft.“ Þetta segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra í stöðufærslu sinni á Facebook í dag. Óhætt er að segja að Hanna Birna hafi mikið verið í kastljósinu undanfarna mánuði vegna lekamálsins svokallaða, en nýlega sagði hún sig frá ákveðnum málaflokkum ráðuneytis síns í kjölfar þess að aðstoðarmaður hennar var ákærður af ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Innlegg frá Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Lekamálið Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira