Innlent

Varað við hvössum vindhviðum á Vesturlandi

Bjarki Ármannsson skrifar
Vegfarendur á Vesturlandi þurfa að gæta sín á vindhviðum fyrri part dags.
Vegfarendur á Vesturlandi þurfa að gæta sín á vindhviðum fyrri part dags. Vísir/Stefán
Vegagerðin varar vegfarendur vestan til á landinu við hvössum sunnan- og suðaustanvindi í dag, sunnudag. Við aðstæður sem slíkar geta hnútar af bröttum fjöllum orðið snarpir, eða um og yfir 35 metrar á sekúndu.

Sérstaklega verður varasamt á norðanverðu Snæfellsnesi, einkum frá Berserkjahrauni út undir Fróða, og á Vestfjörðum, við Hnífsdal og við Arnardal utan Súðavíkur. Mögulega verði einnig vindhviður undir Hafnarfjalli. Vindur gengur ekki niður á þessum slóðum fyrr en á sunnudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×