„Draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. september 2014 11:55 Árni Páll hefur áhyggjur af eftirlitinu Vísir / EE „Ég sé ekki með þessu annað en að verið sé að draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í morgun í umræðum um fjárlagafrumvarpið. „Það eigi að vera þægur seppi sem hjálpi fyrirtækjum að brjóta ekki samkeppnislögin en sjálfstæðar fjárheimildir sem Samkeppniseftirlitið hefur til þess að hafa eftirlit með sannarlega samkeppnishamlandi hegðun, þær fjárveitingar eru dregnar saman.“ Í fjárlagafrumvarpinu eru gerðar nokkrar breytingar á fjárveitingum til stofnunarinnar. Fallið er frá 20 milljóna framlagi sem veitt var í fjárlögum 2013 vegna aukins álags í kjölfar hrunsins og 20 milljóna framlagi vegna verkefna í tengslum við eignarhald banka á fyrirtækjum í óskildum rekstri. Hinsvegar er 19,5 milljónum bætt við til að auka leiðbeiningar til fyrirtækja. „Mikil eftirspurn er eftir því að Samkeppniseftirlitið leiðbeini fyrirtækjum og er talið nauðsynlegt að styrkja þennan þátt í starfi eftirlitsins, m.a. í því skyni að fækka brotum,“ segir í frumvarpinu.Ragnheiður Elín segir ekkert til í því að verið sé að draga tennurnar úr SamkeppniseftirlitinuVísir / GVA„Ég vil með mikilli gleði svara þessum athugasemdum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, áður en hún hafnaði alveg ásökunum Árna Páls. „Það er í engu verið að draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu, ekki með nokkrum hætti,“ sagði hún og bætti við að tímabundin fjárveiting hafi runnið út. „Við erum hinsvegar með þeim fjármunum, sem við erum að leggja sérstaklega í aukið leiðbeiningarstarf, að leggja til aðferð til að draga úr málafjölda Samkeppniseftirlitsins.“ Ragnheiður Elín ítrekaði að ekki væri verið að draga úr rannsóknarheimildum stofnunarinnar. „Samkeppniseftirlitið að sjálfsögðu heldur áfram þeim verkefnum sem það hefur verið að vinna.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi við Apavatn Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Hafa náð stjórn á sinueldi við Apavatn Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
„Ég sé ekki með þessu annað en að verið sé að draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í morgun í umræðum um fjárlagafrumvarpið. „Það eigi að vera þægur seppi sem hjálpi fyrirtækjum að brjóta ekki samkeppnislögin en sjálfstæðar fjárheimildir sem Samkeppniseftirlitið hefur til þess að hafa eftirlit með sannarlega samkeppnishamlandi hegðun, þær fjárveitingar eru dregnar saman.“ Í fjárlagafrumvarpinu eru gerðar nokkrar breytingar á fjárveitingum til stofnunarinnar. Fallið er frá 20 milljóna framlagi sem veitt var í fjárlögum 2013 vegna aukins álags í kjölfar hrunsins og 20 milljóna framlagi vegna verkefna í tengslum við eignarhald banka á fyrirtækjum í óskildum rekstri. Hinsvegar er 19,5 milljónum bætt við til að auka leiðbeiningar til fyrirtækja. „Mikil eftirspurn er eftir því að Samkeppniseftirlitið leiðbeini fyrirtækjum og er talið nauðsynlegt að styrkja þennan þátt í starfi eftirlitsins, m.a. í því skyni að fækka brotum,“ segir í frumvarpinu.Ragnheiður Elín segir ekkert til í því að verið sé að draga tennurnar úr SamkeppniseftirlitinuVísir / GVA„Ég vil með mikilli gleði svara þessum athugasemdum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, áður en hún hafnaði alveg ásökunum Árna Páls. „Það er í engu verið að draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu, ekki með nokkrum hætti,“ sagði hún og bætti við að tímabundin fjárveiting hafi runnið út. „Við erum hinsvegar með þeim fjármunum, sem við erum að leggja sérstaklega í aukið leiðbeiningarstarf, að leggja til aðferð til að draga úr málafjölda Samkeppniseftirlitsins.“ Ragnheiður Elín ítrekaði að ekki væri verið að draga úr rannsóknarheimildum stofnunarinnar. „Samkeppniseftirlitið að sjálfsögðu heldur áfram þeim verkefnum sem það hefur verið að vinna.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi við Apavatn Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Hafa náð stjórn á sinueldi við Apavatn Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira