Nektardansmær í Dallas er farin í mál við hinn skrautlega eiganda NFL-liðsins Dallas Cowboys, Jerry Jones, fyrir kynferðislega áreitni.
Hin meinta áreitni á að hafa átt sér stað á nektarbúllu í Dallas fyrir fimm árum síðan. Jones er æfur út af þessari kæru og neitar öllum ásökunum.
"Þessir ákærur eru allar falskar. Það er ekkert sem styður þær. Engin sönnunargögn. Þetta er aðeins tilraun til þess að kúga og gera lítið úr Jerry Jones," segir lögfræðingur Jones.
"Þessi ákæra kemur frá lögfræðingi sem er að reyna að vekja athygli á sér. Við munum berjast gegn þessari kæru með kjafti og klóm. Við munum sýna fram á hver hinn raunverulegi tilgangur er. Það eru peningar."
Nektardansmærin vill fá 120 milljónir króna í skaðabætur frá Jones.
