Segir frumvarpið boða nýjar og harðari áherslur Stefán Árni Pálsson skrifar 10. september 2014 15:48 Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. visir/styrmir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, er meðal þeirra sem eru ekki hrifnir af því sem birtist fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í gær en þar koma fram helstu áherslur stjórnarinnar fyrir næsta ár. „Hér er augljóslega á ferðinni frumvarp sem boðar nýjar og harðari áherslur. Litla manninum og þeim sem minna mega sín er hér hreinlega ýtt til hliðar m.a. með niðurskurði til Vinnumálastofnunar og ekki síst með hækkunum á virðisaukaskatti á mat- og nauðsynjavöru,“ segir Árni Stefán Jónsson í tilkynningu frá SFR. Árni segir breytingar á virðisaukakerfinu í þá veru að hækka lægra þrepið úr 7% í 12% vera alvarleg tíðindi. „Þetta þýðir umtalsverða hækkun á matvöru og nauðsynjavörum. Lækkun efra þrepsins um rúmt % nær ekki að jafna það og heldur ekki lækkun á vörugjaldi. Mér sýnist forgangsröðin minna óþægilega mikið á árin á undan hruninu. Nauðsynjar hækka umtalsvert og það sem í raun gerist er að þeir efnaminnstu borga meira en lækkun á ísskápum og hljómflutningsgræjum kemur þeim ekki til góða. Þessar áherslur eru sannarlega ekki vænlegar sem innlegg inn í næstu kjarasamningsviðræður, en eins og fólk man þá eru flest félög með stutta samninga sem verða lausir snemma næsta vor.“ „Þá veldur niðurskurður á fjármunum til stofnana okkur einnig áhyggjum,“ segir Árni. Hann segir augljóst að miðað við þetta fjárlagafrumvarp megi búast við þó nokkrum uppsögnum hjá Umboðsmanni skuldara, Sérstökum saksóknara og Vinnumálastofnum. „Við vissum að einhver niðurskurður yrði í ljósi verkefnastöðu en þetta er stærra en við áttum von á. Þá undrar það mig að Skattrannsóknarstjóri skuli einnig vera í þessum hópi, en þar virðist eiga að skera mikið niður. Þetta finnst mér undarlegt í ljósi umræðu um skattsvik og undanskot og þær áherslur undanfarinna missera að reyna að ná sem best utan um þau mál.“ Að lokum segir Árni það með ólíkindum að enn og aftur skuli lagt fram fjárlagafrumvarp þar sem hvergi er gerð tilraun til þess að greiða niður skuldir ríkisins til ríkisstarfsmanna. „Þetta verður að teljast forkastanlegt að ríkið víki sér undan ábyrgð sinni á skuldbindingum sínum til lífeyrissjóða ríkisstarfsmanna með þessum hætti.“ Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, er meðal þeirra sem eru ekki hrifnir af því sem birtist fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í gær en þar koma fram helstu áherslur stjórnarinnar fyrir næsta ár. „Hér er augljóslega á ferðinni frumvarp sem boðar nýjar og harðari áherslur. Litla manninum og þeim sem minna mega sín er hér hreinlega ýtt til hliðar m.a. með niðurskurði til Vinnumálastofnunar og ekki síst með hækkunum á virðisaukaskatti á mat- og nauðsynjavöru,“ segir Árni Stefán Jónsson í tilkynningu frá SFR. Árni segir breytingar á virðisaukakerfinu í þá veru að hækka lægra þrepið úr 7% í 12% vera alvarleg tíðindi. „Þetta þýðir umtalsverða hækkun á matvöru og nauðsynjavörum. Lækkun efra þrepsins um rúmt % nær ekki að jafna það og heldur ekki lækkun á vörugjaldi. Mér sýnist forgangsröðin minna óþægilega mikið á árin á undan hruninu. Nauðsynjar hækka umtalsvert og það sem í raun gerist er að þeir efnaminnstu borga meira en lækkun á ísskápum og hljómflutningsgræjum kemur þeim ekki til góða. Þessar áherslur eru sannarlega ekki vænlegar sem innlegg inn í næstu kjarasamningsviðræður, en eins og fólk man þá eru flest félög með stutta samninga sem verða lausir snemma næsta vor.“ „Þá veldur niðurskurður á fjármunum til stofnana okkur einnig áhyggjum,“ segir Árni. Hann segir augljóst að miðað við þetta fjárlagafrumvarp megi búast við þó nokkrum uppsögnum hjá Umboðsmanni skuldara, Sérstökum saksóknara og Vinnumálastofnum. „Við vissum að einhver niðurskurður yrði í ljósi verkefnastöðu en þetta er stærra en við áttum von á. Þá undrar það mig að Skattrannsóknarstjóri skuli einnig vera í þessum hópi, en þar virðist eiga að skera mikið niður. Þetta finnst mér undarlegt í ljósi umræðu um skattsvik og undanskot og þær áherslur undanfarinna missera að reyna að ná sem best utan um þau mál.“ Að lokum segir Árni það með ólíkindum að enn og aftur skuli lagt fram fjárlagafrumvarp þar sem hvergi er gerð tilraun til þess að greiða niður skuldir ríkisins til ríkisstarfsmanna. „Þetta verður að teljast forkastanlegt að ríkið víki sér undan ábyrgð sinni á skuldbindingum sínum til lífeyrissjóða ríkisstarfsmanna með þessum hætti.“
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira