Tónlist

Hlaðið niður rúmlega fjögur hundruð þúsund sinnum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Tomorrow's Modern Boxes, fyrstu sólóplötu tónlistarmannsins Thoms Yorke í átta ár, var hlaðið niður af BitTorrent rúmlega fjögur hundruð þúsund sinnum fyrstu þrjá dagana eftir útgáfu.

Í morgun var búið að hlaða henni niður 408 þúsund sinnum en platan varð aðgengileg á síðunni á föstudagsmorgun.

Thom nýtti sér Bundle-viðbótina á BitTorrent en þetta er í fyrsta sinn sem notendur geta borgað til að aflæsa efni á síðunni. Forsvarsmenn BitTorrent vita hins vegar ekki hve margir borguðu fyrir að aflæsa þessum átta lögum á plötunni en það kostar sex dollara, rúmlega sjö hundruð krónur.

Bundle er leið BitTorrent til að komast í náðina hjá þeim sem eiga efni sem annars er hlaðið niður ólöglega. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×