Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson fyllir skarð Zoran Dragic hjá spænska stórliðinu Unicaja Malaga samkvæmt frétt á heimasíðu liðsins en Jón Arnór samdi við Unicaja um helgina.
Slóveninn Zoran Dragic fékk sig lausan frá Unicaja-liðinu og ætlar þess í stað að reyna fyrir sér í NBA-deildinni með bróður sínum Goran Dragic hjá Phoenix Suns.
Jón Arnór er búinn að vera í Bandaríkjunum við æfingar en hann kom til Malaga í gær og gekkst undir læknisskoðun í morgun.
Á heimasíðu Unicaja segir ennfremur frá því að Jón Arnór fari á sína fyrstu æfingu strax eftir þessa læknisskoðun og að forráðamenn félagsins bindi vonir við það að Jón geti spilað fyrsta leik tímabilsins um næstu helgi.
Jón Arnór fer á fyrstu æfinguna strax eftir læknisskoðun

Tengdar fréttir

Jón Arnór æfir hjá NBA-liði
Jón Arnór Stefánsson snýr aftur til Dallas Mavericks.

Jón Arnór semur við sitt tíunda atvinnumannafélag
Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson hefur samið við spænska úrvalsdeildarliðið Unicaja Malaga til eins árs.