Alfreð Finnbogason lék síðustu tólf mínúturnar þegar Real Sociedad gerði 1-1 jafntefli við Valencia á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Carles Gil kom Valencia yfir á 15. mínútu en Sergio Canales jafnaði metin á 36. mínútu en ekkert var skorað í seinni hálfleik.
Alfreð fékk eitt hálffæri rétt eftir að hann var kominn inn á en valdi að senda boltann inni í teignum en enginn samherji fylgdi honum.
Real Sociedad er með fimm stig í 14. sæti í sex leikjum en Valencia er í öðru sæti með 14 stig.
