Tónlist

Í tíunda sinn á toppinn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngkonan Barbra Streisand komst á topp vinsældalista í Bandaríkjunum í tíunda sinn í síðustu viku. Þar með skráði Barbra sig í sögubækurnar því hún er fyrsti tónlistarmaðurinn til að komast á toppinn á hverjum síðustu sex áratuga.

Platan sem komst á toppinn í síðustu viku heitir Partners og seldist í 196 þúsund eintökum fyrstu vikuna. Á plötunni syngur Barbra með listamönnum á borð við Stevie Wonder, Billy Joel, Andrea Bocelli og Blake Shelton.

Fyrsta plata Barbra sem komst á toppinn er People sem kom út árið 1963. Aðrar plötur hennar sem hafa náð 1. sæti eru The Way We Were (1974), Guilty (1980), The Broadway Album (1985), Back to Broadway (1993), Higher Ground (1997) og Love is the Answer (2009) sem og safndiskurinn Barbra Streisand’s Greatest Hits Vol. 2 (1978) og tónlist úr kvikmyndinni A Star is Born (1976).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×