Tónlist

Sun Kil Moon með tónleika á Íslandi

Sun Kil Moon er hugarfóstur söngvarans og gítarleikarans Mark Kozelek.
Sun Kil Moon er hugarfóstur söngvarans og gítarleikarans Mark Kozelek. Vísir/Getty
Bandaríska hljómsveitin Sun Kil Moon kemur fram á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík föstudagskvöldið 28. nóvember næstkomandi. Sun Kil Moon er hugarfóstur söngvarans og gítarleikarans Mark Kozelek sem áður hafði gert garðinn frægan með hljómsveit sinni Red House Painters.

Sun Kil Moon hefur sent frá sér sex breiðskífur í fullri lengd frá stofnun sveitarinnar árið 2002 og hefur sú nýjasta, Benji, fengið ótrúlegar viðtökur.

Auk þess hefur sveitin einnig sent frá sér gífurlegan fjölda minni platna og Kozelek átt í samstarfi við The Album Leaf, Bonnie Prince Billy og fleiri og leikið í einstaka kvikmyndum á borð við Almost Famous og Vanilla Sky ásamt því að senda frá sér gríðarlegt magn af hans eigin lögum og ábreiðum. Einnig er jólaplata væntanleg frá söngvaranum.

Ásamt Mark Kozelek stíga nokkrir heimsfrægir listamenn á svið þetta kvöld og mynda Sun Kil Moon. Verður þetta fyrsta heimsókn Sun Kil Moon til Íslands. Miðasala fer fram á miði.is.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×