Litli hershöfðinginn bjargaði Sprengjusveitinni | öll úrslitin í NFL Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2014 09:30 Russell Wilson skilaði sigri í framlengingu. vísir/getty Denver Broncos tókst ekki að koma fram hefndun gegn Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta í gærkvöldi, en Seahawks gerði lítiði úr Broncos þegar liðin mættust í Super Bowl-leiknum í febrúar fyrr á þessu ári. Leikurinn var gríðarleg skemmtun, en hann fór í framlengingu þrátt fyrir að Seattle hafi komist 17-5 yfir í þriðja leikhluta. Vörn Seattle er sú besta í deildinni og hún stóð sig vel í gær, en það var sóknin sem hleypti Denver aftur inn í leikinn. Heimamenn skoruðu sjálfsmark og svo henti RussellWilson, leikstjórnandi Seattle, boltanum í hendur gestanna sem varð til þess að Denver komst aftur inn í leikinn. Seattle hélt það væri búið að ganga frá leiknum þegar það komst í 20-12 með vallarmarki, en PeytonManning, hinn magnaði leikstjórnandi Denver, þurfti þá að fara með sitt lið 80 metra að endamarki Seahawks, skora snertimark og bæta við tveimur aukastigum.Þetta tókst honum með hreint magnaðri sókn, en þar tætti hann Sprengjusveitina (e. Legion of Boom) í sig, hina ótrúlegu fjögurra manna línu Seahawks sem ver baksvæðið. Sprengjusveitin fór ansi illa með Peyton þegar liði mættust síðast í Super Bowl, en þarna klikkaði hún og var nálægt því að tapa leiknum fyrir heimamenn. Peyton kastaði fyrir snertimarki og skilaði tveimur aukastigum sem varð til þess að leikurinn fór í framlengingu. Þar byrjaði Seattle með boltann og sýndi þá Russell Wilson, litli hershöfðinginn sem stýrir leik Seahawks, úr hverju hann er gerður. Wilson var óstöðvandi í fyrstu sókn framlengingarinnar, en þegar hann náði ekki að kasta boltanum hljóp hann sjálfur með hann og náði í nokkrar endurnýjanir. Það var svo Skittles-hlauparinnMarshawn Lynch sem tryggði heimamönnum sigurinn með flottu hlaupi sem batt enda á fallega sókn, 26-20. Seattle og Denver eru bæði búin að vinna tvo leiki og tapa einum, en einu þrjú liðin sem eru búin að vinna alla sína leiki eru Philadelphia, Arizona og Cincinnati.Úrslit gærdagsins: Buffalo Bills - San Diego Chargers 10-22 Cincinnati Bengals - Tennessee Titans 33-7 Cleveland Browns - Baltimore Ranves 21-23 Detroit Lions - Green Bay Packers 19-7 Jaxonville Jaguars - Indianapolis Colts 17-44 New England Patriots - Oakland Raiders 16-9 New Orleans Saints - Minnesota Vikins 20-9 New York Giants - Houston Texans 30-17 Philadelphia Eagles - Washington Redskins 37-34 St. Louis Rams - Dallas Cowboys 31-34 Arizona Cardinals - San Francisco 49ers 23-14 Miami Dolphins - Kansas City Chiefs 15-34 Seattle Seahawks - Denver Broncos 26-20 Carolina Panthers - Pittsburgh Steelers 19-37 NFL Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira
Denver Broncos tókst ekki að koma fram hefndun gegn Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta í gærkvöldi, en Seahawks gerði lítiði úr Broncos þegar liðin mættust í Super Bowl-leiknum í febrúar fyrr á þessu ári. Leikurinn var gríðarleg skemmtun, en hann fór í framlengingu þrátt fyrir að Seattle hafi komist 17-5 yfir í þriðja leikhluta. Vörn Seattle er sú besta í deildinni og hún stóð sig vel í gær, en það var sóknin sem hleypti Denver aftur inn í leikinn. Heimamenn skoruðu sjálfsmark og svo henti RussellWilson, leikstjórnandi Seattle, boltanum í hendur gestanna sem varð til þess að Denver komst aftur inn í leikinn. Seattle hélt það væri búið að ganga frá leiknum þegar það komst í 20-12 með vallarmarki, en PeytonManning, hinn magnaði leikstjórnandi Denver, þurfti þá að fara með sitt lið 80 metra að endamarki Seahawks, skora snertimark og bæta við tveimur aukastigum.Þetta tókst honum með hreint magnaðri sókn, en þar tætti hann Sprengjusveitina (e. Legion of Boom) í sig, hina ótrúlegu fjögurra manna línu Seahawks sem ver baksvæðið. Sprengjusveitin fór ansi illa með Peyton þegar liði mættust síðast í Super Bowl, en þarna klikkaði hún og var nálægt því að tapa leiknum fyrir heimamenn. Peyton kastaði fyrir snertimarki og skilaði tveimur aukastigum sem varð til þess að leikurinn fór í framlengingu. Þar byrjaði Seattle með boltann og sýndi þá Russell Wilson, litli hershöfðinginn sem stýrir leik Seahawks, úr hverju hann er gerður. Wilson var óstöðvandi í fyrstu sókn framlengingarinnar, en þegar hann náði ekki að kasta boltanum hljóp hann sjálfur með hann og náði í nokkrar endurnýjanir. Það var svo Skittles-hlauparinnMarshawn Lynch sem tryggði heimamönnum sigurinn með flottu hlaupi sem batt enda á fallega sókn, 26-20. Seattle og Denver eru bæði búin að vinna tvo leiki og tapa einum, en einu þrjú liðin sem eru búin að vinna alla sína leiki eru Philadelphia, Arizona og Cincinnati.Úrslit gærdagsins: Buffalo Bills - San Diego Chargers 10-22 Cincinnati Bengals - Tennessee Titans 33-7 Cleveland Browns - Baltimore Ranves 21-23 Detroit Lions - Green Bay Packers 19-7 Jaxonville Jaguars - Indianapolis Colts 17-44 New England Patriots - Oakland Raiders 16-9 New Orleans Saints - Minnesota Vikins 20-9 New York Giants - Houston Texans 30-17 Philadelphia Eagles - Washington Redskins 37-34 St. Louis Rams - Dallas Cowboys 31-34 Arizona Cardinals - San Francisco 49ers 23-14 Miami Dolphins - Kansas City Chiefs 15-34 Seattle Seahawks - Denver Broncos 26-20 Carolina Panthers - Pittsburgh Steelers 19-37
NFL Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira