Mengun úr Holuhrauni dreifðist víða um land Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. september 2014 18:55 Mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni barst víða um land í dag og hefur dreifing hennar aldrei verið meiri. Fjölmargir höfðu samband við Veðurstofu Íslands í dag og kvörtuðu undan einkennum megnunarinnar sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. Gosmistur lá yfir höfuðborgarsvæðinu í morgun og fram eftir degi. Þetta er í fyrsta sinn frá því að eldumbrotin hófust í Holuhrauni sem mengun berst í verulegu mæli inn á höfuðborgarsvæðið. Eins og sjá má á þessu grafi þá jókst brennisteinsmengun á höfuðborgarsvæðinu verulega í morgun en var í rénum nú seinni hluta dags. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að dreifing mengunarinnar hafi komið sérfræðingum á óvart því vestlæg vindátt hafi ríkt á landinu í dag. „Þetta er veruleg mengun að því leyti að hún getur verið óþægileg fyrir fólk. Við höfum fengið símhringinar alls staðar af á landinu þar sem fólk er að kvarta yfir þessu lofti sem það andar að sér,“ segir Árni. Gosmistur lagði einnig yfir Akureyri í dag sem getur verið hættuleg þeim sem glíma við sjúkdóma í öndunarfærum. Mengunin var mest upp á hálendi. Á Sprengisandi þurfti vinnuflokkur að leita sér skjóls vegna mengunar. Árni segir ljóst að fylgjast þurfi sérstaklega með aðstæðum þegar hægur vindur er á landinu líkt og í dag. „Þetta eru aðstæður sem við þurfum að hafa auga með - ekki bara að horfa á vindinn í spálíkönunum ef þessar sambærulegu aðstæður skapast,“ segir Árni.Rok og rigning á morgun Árni á ekki von á því að mengunin dreifi sér eins vel um landið á morgun þar sem von sé á vaxandi suðvestanátt á morgun með roki og rigningu. Vöktun á styrk brennisteinsdíoxíðs frá gosinu mun stóraukast á næstu dögum því keyptir hafa verið 40 mælar til að fylgjast með stöðu mála. Búist er við að jarðeldarnir í Holuhrauni verði áfram með svipuðum hætti og síðustu daga. Í nótt varð skjálfti af stærðinni 5,1 auk minni skjálfta. Jarðskorpuhreyfingar benda til þess að enn aukist magn kviku lítillega í kvikuganginum við norðanverðan Vatnajökul og áframhaldandi sig er í Bárðarbungu samkvæmt GPS-mælingum. Veður Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni barst víða um land í dag og hefur dreifing hennar aldrei verið meiri. Fjölmargir höfðu samband við Veðurstofu Íslands í dag og kvörtuðu undan einkennum megnunarinnar sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. Gosmistur lá yfir höfuðborgarsvæðinu í morgun og fram eftir degi. Þetta er í fyrsta sinn frá því að eldumbrotin hófust í Holuhrauni sem mengun berst í verulegu mæli inn á höfuðborgarsvæðið. Eins og sjá má á þessu grafi þá jókst brennisteinsmengun á höfuðborgarsvæðinu verulega í morgun en var í rénum nú seinni hluta dags. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að dreifing mengunarinnar hafi komið sérfræðingum á óvart því vestlæg vindátt hafi ríkt á landinu í dag. „Þetta er veruleg mengun að því leyti að hún getur verið óþægileg fyrir fólk. Við höfum fengið símhringinar alls staðar af á landinu þar sem fólk er að kvarta yfir þessu lofti sem það andar að sér,“ segir Árni. Gosmistur lagði einnig yfir Akureyri í dag sem getur verið hættuleg þeim sem glíma við sjúkdóma í öndunarfærum. Mengunin var mest upp á hálendi. Á Sprengisandi þurfti vinnuflokkur að leita sér skjóls vegna mengunar. Árni segir ljóst að fylgjast þurfi sérstaklega með aðstæðum þegar hægur vindur er á landinu líkt og í dag. „Þetta eru aðstæður sem við þurfum að hafa auga með - ekki bara að horfa á vindinn í spálíkönunum ef þessar sambærulegu aðstæður skapast,“ segir Árni.Rok og rigning á morgun Árni á ekki von á því að mengunin dreifi sér eins vel um landið á morgun þar sem von sé á vaxandi suðvestanátt á morgun með roki og rigningu. Vöktun á styrk brennisteinsdíoxíðs frá gosinu mun stóraukast á næstu dögum því keyptir hafa verið 40 mælar til að fylgjast með stöðu mála. Búist er við að jarðeldarnir í Holuhrauni verði áfram með svipuðum hætti og síðustu daga. Í nótt varð skjálfti af stærðinni 5,1 auk minni skjálfta. Jarðskorpuhreyfingar benda til þess að enn aukist magn kviku lítillega í kvikuganginum við norðanverðan Vatnajökul og áframhaldandi sig er í Bárðarbungu samkvæmt GPS-mælingum.
Veður Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira