Formaður BÍ: Sorglegt að grípa til þessara ráða Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. október 2014 14:28 "Við erum öll mannleg og það er mannlegt að gera mistök.“ Formaður Blaðamannafélags Íslands furðar sig á stefnu aðstoðarmanns innanríkisráðherra á hendur tveimur blaðamönnum DV. Telur hann að málinu hafi formlega lokið með leiðréttingu blaðamannana og óskar eftir skilningi á mikilvægi tjáningarfrelsis og fjölmiðla í lýðræðissamfélagi. Þá gagnrýnir hann íslenska dómstóla og segir þá verða að hafa mikilvægi fjölmiðla í huga. „Mér finnst fráleitt yfir höfuð að stefna þessum blaðamönnum. Þeir gerðu mistök og báðust afsökunar á því. Þar með á málinu að vera lokið. Það er sorglegt að viðkomandi telji nauðsynlegt að grípa til þessara ráða,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, krefst þess að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til eins árs fangelsisvistar vegna fréttaskrifa um hana í júní og að þeir greiði henni þrjár milljónir króna í miskabætur. Hjálmar segir íslenska dómstóla ekki standa sig nægilega vel í að standa vörð um tjáningarfrelsi og hlutverk fjölmiðla, líkt og kveðið er á í mannréttindasáttmálum. „Að fjalla um erfið og mikilvæg mál er auðvitað hluti af starfinu. En mér finnst vanta upp á skilning og mikilvægi tjáningarfrelsisins og mikilvægi fjölmiðla í lýðræðissamfélagi. Íslenskir dómstólar mættu standa sig miklu betur og hafa það hugfastara að það er mikilvægur hlutur sem fjölmiðlar gegna í lýðræðissamfélagi. Það skiptir máli fyrir okkur öll að búa í gangsæu samfélagi,“ segir Hjálmar. Fréttin tengist lekamálinu svokallaða þar sem haldið var fram að Þórey væri hinn svokallaði „starfsmaður B“, sem vísað er til í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, en í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi rökstuddan grun um að „starfsmaður B“ væri sá sem lak minnisskjali um Tony Omos, hælisleitanda. DV dró fréttina til baka samdægurs og báðust afsökunar á mistökunum. „Við erum öll mannleg og það er mannlegt að gera mistök og maður auðvitað biðst afsökunar og leiðréttir þau. Mistökin leiðrétta sig ekkert frekar með því að höfða dómsmál. Ég sé ekki að það náist nokkuð fram með því, nema þetta sé hefnigirni eða eitthvað slíkt,“ segir Hjálmar að lokum. Lekamálið Tengdar fréttir Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira
Formaður Blaðamannafélags Íslands furðar sig á stefnu aðstoðarmanns innanríkisráðherra á hendur tveimur blaðamönnum DV. Telur hann að málinu hafi formlega lokið með leiðréttingu blaðamannana og óskar eftir skilningi á mikilvægi tjáningarfrelsis og fjölmiðla í lýðræðissamfélagi. Þá gagnrýnir hann íslenska dómstóla og segir þá verða að hafa mikilvægi fjölmiðla í huga. „Mér finnst fráleitt yfir höfuð að stefna þessum blaðamönnum. Þeir gerðu mistök og báðust afsökunar á því. Þar með á málinu að vera lokið. Það er sorglegt að viðkomandi telji nauðsynlegt að grípa til þessara ráða,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, krefst þess að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til eins árs fangelsisvistar vegna fréttaskrifa um hana í júní og að þeir greiði henni þrjár milljónir króna í miskabætur. Hjálmar segir íslenska dómstóla ekki standa sig nægilega vel í að standa vörð um tjáningarfrelsi og hlutverk fjölmiðla, líkt og kveðið er á í mannréttindasáttmálum. „Að fjalla um erfið og mikilvæg mál er auðvitað hluti af starfinu. En mér finnst vanta upp á skilning og mikilvægi tjáningarfrelsisins og mikilvægi fjölmiðla í lýðræðissamfélagi. Íslenskir dómstólar mættu standa sig miklu betur og hafa það hugfastara að það er mikilvægur hlutur sem fjölmiðlar gegna í lýðræðissamfélagi. Það skiptir máli fyrir okkur öll að búa í gangsæu samfélagi,“ segir Hjálmar. Fréttin tengist lekamálinu svokallaða þar sem haldið var fram að Þórey væri hinn svokallaði „starfsmaður B“, sem vísað er til í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, en í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi rökstuddan grun um að „starfsmaður B“ væri sá sem lak minnisskjali um Tony Omos, hælisleitanda. DV dró fréttina til baka samdægurs og báðust afsökunar á mistökunum. „Við erum öll mannleg og það er mannlegt að gera mistök og maður auðvitað biðst afsökunar og leiðréttir þau. Mistökin leiðrétta sig ekkert frekar með því að höfða dómsmál. Ég sé ekki að það náist nokkuð fram með því, nema þetta sé hefnigirni eða eitthvað slíkt,“ segir Hjálmar að lokum.
Lekamálið Tengdar fréttir Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira
Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25