Erlent

Hefur séð marga fellibyli en „engan eins og þennan“

Samúel Karl Ólason skrifar
Geimfarinn Reid Wiseman tók þessa mynd úr Alþjóða geimstöðinni.
Geimfarinn Reid Wiseman tók þessa mynd úr Alþjóða geimstöðinni. Mynd/Twitter
Fellibylurinn Vongfong sem er nú suður af Japan er gríðarlega stór og er talinn vera stærsti hitabeltisstormur ársins. Líklegt þykir að hann muni valda miklum usla í Austur-Asíu. Óhætt er að segja að fellibylurinn sé þó stórfenglegur að sjá úr geimnum.

Geimfarinn Reiz Viseman, sem staddur er í Alþjóða geimstöðinni, birti þessa mynd á Twitter í morgun og sagðist hann hafa séð marga fellibylji úr geimnum, en engan eins og þenna.

Hér að neðan má sjá veðurfrétt CNN um Vongfang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×