LeBron gæti fengið "Popovich“ meðhöndlun hjá David Blatt Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 4. október 2014 22:30 Skytturnar þrjár hjá Cavaliers vísir/afp David Blatt þjálfari Cleveland Cavaliers í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum segir koma til greina að hvíla LeBron James reglulega á keppnistímabilinu sem hefst síðustu vikuna í október. Undirbúningstímabilið er ný hafið hjá liðunum í NBA og hefur LeBron sem gekk til liðs við Cavaliers að nýju í sumar átt við bakmeiðsli að stríða. LeBron fékk hvíld frá æfingum í gær og sagði Blatt að hann væri opinn fyrir þeirri hugmynd að hvíla stórstjörnu sína reglulega á tímabilinu til að tryggja að hann verði í sínu besta formi þegar í úrslitakeppnina er komið. Blatt gerði lítið úr meiðslum LeBron og benti á að aðrir af reyndari leikmönnum liðsins, Mike Miller, Anderson Varejao og Shawn Marion, hafi einnig fengið hvíld frá álaginu sem fylgir fyrstu æfingum undirbúningstímabilsins. „Þetta hefur ekki verið skipulagt á þessum tímapunkti. Við höfum ekki farið yfir það hvaða leikjum eða hvaða æfingum hann mun sleppa. Ef þetta gerist mun það snúast um þörf,“ sagði Blatt um hugsanlegar hvíldi LeBon James. Cavaliers mætir Maccabi Tel-Aviv, fyrrum lærisveinum Blatt, í fyrsta æfingaleik sínum á morgun sunnudag og er talið að LeBron verði með í leiknum. LeBron hefur leikið 842 af 886 leikjum liða sinna í deildarkeppni NBA á 11 ára ferli sínum í deildinni en hann verður þrítugur í desember og líkaminn mun ekki þola þetta mikla álag til lengdar. „Ég hef tekið eftir því hvað Pop (Gregg Popovich þjálfari San Antonio Spurs) gerir því hann gerir þetta vel,“ sagði Blatt. „Leikmenn eru hér til að spila og það er okkar starf að sjá til þess að þeir séu tilbúnir og að halda þeim heilum. Stundum þarftu að vita hvenær þú átt að hvíla leikmenn án þess að það komi niður á liðinu.“ NBA Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Sjá meira
David Blatt þjálfari Cleveland Cavaliers í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum segir koma til greina að hvíla LeBron James reglulega á keppnistímabilinu sem hefst síðustu vikuna í október. Undirbúningstímabilið er ný hafið hjá liðunum í NBA og hefur LeBron sem gekk til liðs við Cavaliers að nýju í sumar átt við bakmeiðsli að stríða. LeBron fékk hvíld frá æfingum í gær og sagði Blatt að hann væri opinn fyrir þeirri hugmynd að hvíla stórstjörnu sína reglulega á tímabilinu til að tryggja að hann verði í sínu besta formi þegar í úrslitakeppnina er komið. Blatt gerði lítið úr meiðslum LeBron og benti á að aðrir af reyndari leikmönnum liðsins, Mike Miller, Anderson Varejao og Shawn Marion, hafi einnig fengið hvíld frá álaginu sem fylgir fyrstu æfingum undirbúningstímabilsins. „Þetta hefur ekki verið skipulagt á þessum tímapunkti. Við höfum ekki farið yfir það hvaða leikjum eða hvaða æfingum hann mun sleppa. Ef þetta gerist mun það snúast um þörf,“ sagði Blatt um hugsanlegar hvíldi LeBon James. Cavaliers mætir Maccabi Tel-Aviv, fyrrum lærisveinum Blatt, í fyrsta æfingaleik sínum á morgun sunnudag og er talið að LeBron verði með í leiknum. LeBron hefur leikið 842 af 886 leikjum liða sinna í deildarkeppni NBA á 11 ára ferli sínum í deildinni en hann verður þrítugur í desember og líkaminn mun ekki þola þetta mikla álag til lengdar. „Ég hef tekið eftir því hvað Pop (Gregg Popovich þjálfari San Antonio Spurs) gerir því hann gerir þetta vel,“ sagði Blatt. „Leikmenn eru hér til að spila og það er okkar starf að sjá til þess að þeir séu tilbúnir og að halda þeim heilum. Stundum þarftu að vita hvenær þú átt að hvíla leikmenn án þess að það komi niður á liðinu.“
NBA Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Sjá meira
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport