Þórey stefnir blaðamönnum DV Atli Ísleifsson skrifar 3. október 2014 15:37 Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Vísir/Valli Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur falið lögmanni að birta blaðamönnum DV, þeim Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannssyni, stefnu vegna ærumeiðandi ummæla og grófra aðdróttana í hennar garð. Í tilkynningu frá Þóreyju segir að ástæðan sé umfjöllun í DV þann 20. júní síðastliðinn „þar sem því var ranglega haldið fram og slegið upp að ég hafi „lekið” trúnaðarupplýsingum um hælisleitendur til fjölmiðla og jafnframt að ég væri „starfsmaður B” skv. úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í hinu svokallaða lekamáli. Einnig er því ranglega haldið fram að ég hafi átt í samskiptum við ákveðna fjölmiðla og að ég hafi leitað að áðurnefndum trúnaðarupplýsingum í tölvu minni. Allt eru þetta grófar og tilhæfulausar aðdróttanir sem fela í sér að ég hafi gerst sek um refsivert athæfi og alvarlegt brot í starfi. Þórey segir sína upplifun vera þá að lengi hafi verið unnið að því af hálfu blaðamanna DV að draga upp þá mynd og síðar fullyrða með beinum hætti að hún væri sek um trúnaðarbrest og leka til fjölmiðla. „Ýjað var að því í nokkra mánuði að ég hafi lekið trúnaðargögnum þar til að blaðamennirnir bitu höfuðið af skömminni með því að birta umræddar ásakanir sem sannaðar staðhæfingar í blaðinu þann 20. júní sl. Með þessu hafa þeir vegið alvarlega að mannorði mínu og æru og valdið mér og fjölskyldu minni ómældu hugarangri. Stór hluti af starfi mínu sem aðstoðarmaður felst í samskiptum við fjölmiðla sem í langflestum tilvikum hafa verið góð og málefnaleg nema í þessu tilfelli. Það er von mín að málshöfðun þessi hafi einnig þau áhrif að bæta vinnubrögð fjölmiðilsins og umræddra starfsmanna í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Þórey segist ætla að greiða lögfræðikostnað sinn úr eigin vasa en að þær miskabætur muni hún gefa til góðgerðarmála. Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna ber vitni í málinu Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra er á meðal þeirra sem kvödd verða til vitnis í máli ríkissaksóknara á hendur Gísla Frey Valdórssyni. 16. september 2014 11:45 „Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa svona í okkar samfélagi“ Ráðherra sagðist hafa orðið fyrir margvíslegum hótunum á undanförnum mánuðum í þættinum Eyjan á Stöð 2. 14. september 2014 19:00 Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04 Mál Tony Omos: „Allslaus og upp á aðra kominn“ Fyrirtaka í máli flóttamannsins Tony Omos fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 25. september 2014 10:15 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur falið lögmanni að birta blaðamönnum DV, þeim Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannssyni, stefnu vegna ærumeiðandi ummæla og grófra aðdróttana í hennar garð. Í tilkynningu frá Þóreyju segir að ástæðan sé umfjöllun í DV þann 20. júní síðastliðinn „þar sem því var ranglega haldið fram og slegið upp að ég hafi „lekið” trúnaðarupplýsingum um hælisleitendur til fjölmiðla og jafnframt að ég væri „starfsmaður B” skv. úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í hinu svokallaða lekamáli. Einnig er því ranglega haldið fram að ég hafi átt í samskiptum við ákveðna fjölmiðla og að ég hafi leitað að áðurnefndum trúnaðarupplýsingum í tölvu minni. Allt eru þetta grófar og tilhæfulausar aðdróttanir sem fela í sér að ég hafi gerst sek um refsivert athæfi og alvarlegt brot í starfi. Þórey segir sína upplifun vera þá að lengi hafi verið unnið að því af hálfu blaðamanna DV að draga upp þá mynd og síðar fullyrða með beinum hætti að hún væri sek um trúnaðarbrest og leka til fjölmiðla. „Ýjað var að því í nokkra mánuði að ég hafi lekið trúnaðargögnum þar til að blaðamennirnir bitu höfuðið af skömminni með því að birta umræddar ásakanir sem sannaðar staðhæfingar í blaðinu þann 20. júní sl. Með þessu hafa þeir vegið alvarlega að mannorði mínu og æru og valdið mér og fjölskyldu minni ómældu hugarangri. Stór hluti af starfi mínu sem aðstoðarmaður felst í samskiptum við fjölmiðla sem í langflestum tilvikum hafa verið góð og málefnaleg nema í þessu tilfelli. Það er von mín að málshöfðun þessi hafi einnig þau áhrif að bæta vinnubrögð fjölmiðilsins og umræddra starfsmanna í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Þórey segist ætla að greiða lögfræðikostnað sinn úr eigin vasa en að þær miskabætur muni hún gefa til góðgerðarmála.
Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna ber vitni í málinu Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra er á meðal þeirra sem kvödd verða til vitnis í máli ríkissaksóknara á hendur Gísla Frey Valdórssyni. 16. september 2014 11:45 „Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa svona í okkar samfélagi“ Ráðherra sagðist hafa orðið fyrir margvíslegum hótunum á undanförnum mánuðum í þættinum Eyjan á Stöð 2. 14. september 2014 19:00 Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04 Mál Tony Omos: „Allslaus og upp á aðra kominn“ Fyrirtaka í máli flóttamannsins Tony Omos fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 25. september 2014 10:15 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Hanna Birna ber vitni í málinu Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra er á meðal þeirra sem kvödd verða til vitnis í máli ríkissaksóknara á hendur Gísla Frey Valdórssyni. 16. september 2014 11:45
„Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa svona í okkar samfélagi“ Ráðherra sagðist hafa orðið fyrir margvíslegum hótunum á undanförnum mánuðum í þættinum Eyjan á Stöð 2. 14. september 2014 19:00
Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04
Mál Tony Omos: „Allslaus og upp á aðra kominn“ Fyrirtaka í máli flóttamannsins Tony Omos fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 25. september 2014 10:15