„Ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2014 10:33 Listamenn virðast ekki ánægðir með reglu 14 í Eurovisionkeppninni á Íslandi. „Fyrst og fremst vil ég fá að heyra í Magnúsi Geir [Þórðarsyni, útvarpstjóra] af því að ég vil fá að heyra það hvernig hann hyggst framkvæma þetta og hvar býr þarna að baki,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður, í viðtali í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Ný regla sem RÚV hefur sett í undakeppni Eurovision hér á landi segir að helmingur allra laga sem keppa í undanúrslitum verði að vera með konu í höfundarteymi.Reglan er númer 14 í reglum Eurovision en þar segir: „RÚV mun leitast við að halda jöfnu kynjahlutfalli meðal höfunda, meðal annars með því að tryggja að fimmtíu prósent þeirra laga sem valin verða til að keppa í undanúrslitum hafi að minnsta kosti eina konu í höfundateymi sínu.“Páll gagnrýndi orðalag reglunar og velti því fyrir sér hvernig hún myndi hljóma ef orðið kona yrði skipt út fyrir orðið karl.Páll Óskar.„Það sjá það kannski flestir að hér er boðið hættunni heim að því leytinu til að þú ert kannski með heila hrúgu af lögum sem er hreint ágæt en samkvæmt þessari reglu er nauðsynlegt að taka inn lakari lög í úrslitin vegna þess að þar er kona um borð.“ Páll segir einnig möguleiki á að karlmenn einfaldlega kippi inn konu inn í teymið. „Tveir karlmenn senda kannski inn lag og fá inn í teymið systir sína eða jafnvel frænku og skrá hana sem höfund, bara til að vera ekki kippt út úr keppninni. Hér er hættunni boðið heim.“ Páll segist skilja mæta vel lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja almennt. „Aftur á móti þegar ég er að hlusta á tónlist, horfa á bíómyndir eða að njóta lista þá spyr ég mig aldrei að kyni listamannsins, kynhneigð eða þjóðerni. Ég geri bara þá kröfu til listaverksins að það komið við hjartað í mér,“ segir Páll og bendir einnig á að það séu ávallt lögin sem vinna keppnina. „Ég held að það sé ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun. Listaverkið virkar þegar það virkar og þú getur ekki haldið góðu listaverki niðri. Gott lag er gott lag og það verður vinsælt. Þetta er nokkuð snúið mál og mér finnst nokkuð gott að það komi upp.“ Páll segir kynjakvóta ekki rétta leiðin til þess að hvetja stelpur áfram í listsköpun. Páll segir að reglan hljómi í raun eins og; „Heyrðu hún verður að vera með, það verður að hleypa henni inn.“ Hann telur að reglan sé niðurlægjandi fyrir konur. María Björk ásamt Friðriki Ómari.visir/anton brink„Ég hef alltaf verið hlynnt því að maður eigi bara að vera í keppninni á sínum eigin verðleikum,“ segir María Björk Sverrisdóttir, söngkona og lagahöfundur. „Þetta er spurningin um að kjósa besta lagið en ekki hver semur það.“ María segir að ef lög eru send inn í nafnleynd á frumstigi keppninnar þá ætti þetta ekki að skipta máli. „Verða umslögin kannski kynmerkt með tveimur bleikum strikum og einu bláu en þú veist ekki hver er á bakvið lagið,“ sagði Páll Óskar á Bylgjunni. María segir að það sé erfitt að örva einhvern til þess að semja lag eða ekki. „Hvað ef kona eins og Kate Bush, sem er lagahöfundur, framleiðandi, danshöfundur og gerir allt sjálf, yrði hún þá að fá bróðir sinn með sér í lið til að fá að vera með,“ segir Páll. Eurovision Tengdar fréttir Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
„Fyrst og fremst vil ég fá að heyra í Magnúsi Geir [Þórðarsyni, útvarpstjóra] af því að ég vil fá að heyra það hvernig hann hyggst framkvæma þetta og hvar býr þarna að baki,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður, í viðtali í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Ný regla sem RÚV hefur sett í undakeppni Eurovision hér á landi segir að helmingur allra laga sem keppa í undanúrslitum verði að vera með konu í höfundarteymi.Reglan er númer 14 í reglum Eurovision en þar segir: „RÚV mun leitast við að halda jöfnu kynjahlutfalli meðal höfunda, meðal annars með því að tryggja að fimmtíu prósent þeirra laga sem valin verða til að keppa í undanúrslitum hafi að minnsta kosti eina konu í höfundateymi sínu.“Páll gagnrýndi orðalag reglunar og velti því fyrir sér hvernig hún myndi hljóma ef orðið kona yrði skipt út fyrir orðið karl.Páll Óskar.„Það sjá það kannski flestir að hér er boðið hættunni heim að því leytinu til að þú ert kannski með heila hrúgu af lögum sem er hreint ágæt en samkvæmt þessari reglu er nauðsynlegt að taka inn lakari lög í úrslitin vegna þess að þar er kona um borð.“ Páll segir einnig möguleiki á að karlmenn einfaldlega kippi inn konu inn í teymið. „Tveir karlmenn senda kannski inn lag og fá inn í teymið systir sína eða jafnvel frænku og skrá hana sem höfund, bara til að vera ekki kippt út úr keppninni. Hér er hættunni boðið heim.“ Páll segist skilja mæta vel lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja almennt. „Aftur á móti þegar ég er að hlusta á tónlist, horfa á bíómyndir eða að njóta lista þá spyr ég mig aldrei að kyni listamannsins, kynhneigð eða þjóðerni. Ég geri bara þá kröfu til listaverksins að það komið við hjartað í mér,“ segir Páll og bendir einnig á að það séu ávallt lögin sem vinna keppnina. „Ég held að það sé ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun. Listaverkið virkar þegar það virkar og þú getur ekki haldið góðu listaverki niðri. Gott lag er gott lag og það verður vinsælt. Þetta er nokkuð snúið mál og mér finnst nokkuð gott að það komi upp.“ Páll segir kynjakvóta ekki rétta leiðin til þess að hvetja stelpur áfram í listsköpun. Páll segir að reglan hljómi í raun eins og; „Heyrðu hún verður að vera með, það verður að hleypa henni inn.“ Hann telur að reglan sé niðurlægjandi fyrir konur. María Björk ásamt Friðriki Ómari.visir/anton brink„Ég hef alltaf verið hlynnt því að maður eigi bara að vera í keppninni á sínum eigin verðleikum,“ segir María Björk Sverrisdóttir, söngkona og lagahöfundur. „Þetta er spurningin um að kjósa besta lagið en ekki hver semur það.“ María segir að ef lög eru send inn í nafnleynd á frumstigi keppninnar þá ætti þetta ekki að skipta máli. „Verða umslögin kannski kynmerkt með tveimur bleikum strikum og einu bláu en þú veist ekki hver er á bakvið lagið,“ sagði Páll Óskar á Bylgjunni. María segir að það sé erfitt að örva einhvern til þess að semja lag eða ekki. „Hvað ef kona eins og Kate Bush, sem er lagahöfundur, framleiðandi, danshöfundur og gerir allt sjálf, yrði hún þá að fá bróðir sinn með sér í lið til að fá að vera með,“ segir Páll.
Eurovision Tengdar fréttir Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53