Börn á skólaaldri áttu í samskiptum við ebólusmitaðan mann í Texas Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. október 2014 17:49 Ebólufaraldur geisar nú í Afríku. Maðurinn sem greindist í Bandaríkjunum var nýverið á ferð í Líberíu. Vísir / AFP Grunur er uppi um að börn á skólaaldri hafi verið í samskiptum við ebólusmitaðan mann í Texas í Bandaríkjunum. Maðurinn er nú á spítala þar sem hann hlýtur viðeigandi meðferð. Þetta sagði Rick Perry, ríkisstjóri Texas, í dag. Búið er að hafa uppi á öllum börnunum og eru þau nú undir eftirliti. Fylgst er með því hvort þau sýni einhver merki ebólusmits. Það hefur ekki gerst ennþá. Greint var frá því í gær að maðurinn hefði greinst með ebólu en hann hafði nýverið verið á ferð í Vestur-Afríku þar sem nú geisar ebólufaraldur. Þetta er fyrsta staðfesta ebólusmitið í Bandaríkjunum eftir að faraldurinn braust út. Maðurinn leitaði sér fyrst aðstoðar á sjúkrahúsi við slappleika síðastliðinn föstudag. Hann var útskrifaður án greiningar en fékk ávísuð sýklalyf. Hann var svo fluttur með sjúkrabíl á spítala tveimur dögum síðar þar sem hann var greindur með ebólu. Sjúkraflutningamennirnir sem fluttu hann á spítala hafa verið í einangrun frá því að smitið greindist en þeir hafa ekki sýnt nein merki þess að vera sjálfir smitaðir. Lítil hætta er talin á að ebólufaraldurinn breiðist um Texas í kjölfar þessa en sjúkdómurinn berst aðeins á milli manna með snertingu við líkamsvessa sýkts einstaklings. Erlent Tengdar fréttir Ebóla staðfest í Bandaríkjunum Maðurinn kom með almennu farþegaflugi frá Vestur-Afríku til Texas í Bandaríkjunum. 30. september 2014 23:11 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Grunur er uppi um að börn á skólaaldri hafi verið í samskiptum við ebólusmitaðan mann í Texas í Bandaríkjunum. Maðurinn er nú á spítala þar sem hann hlýtur viðeigandi meðferð. Þetta sagði Rick Perry, ríkisstjóri Texas, í dag. Búið er að hafa uppi á öllum börnunum og eru þau nú undir eftirliti. Fylgst er með því hvort þau sýni einhver merki ebólusmits. Það hefur ekki gerst ennþá. Greint var frá því í gær að maðurinn hefði greinst með ebólu en hann hafði nýverið verið á ferð í Vestur-Afríku þar sem nú geisar ebólufaraldur. Þetta er fyrsta staðfesta ebólusmitið í Bandaríkjunum eftir að faraldurinn braust út. Maðurinn leitaði sér fyrst aðstoðar á sjúkrahúsi við slappleika síðastliðinn föstudag. Hann var útskrifaður án greiningar en fékk ávísuð sýklalyf. Hann var svo fluttur með sjúkrabíl á spítala tveimur dögum síðar þar sem hann var greindur með ebólu. Sjúkraflutningamennirnir sem fluttu hann á spítala hafa verið í einangrun frá því að smitið greindist en þeir hafa ekki sýnt nein merki þess að vera sjálfir smitaðir. Lítil hætta er talin á að ebólufaraldurinn breiðist um Texas í kjölfar þessa en sjúkdómurinn berst aðeins á milli manna með snertingu við líkamsvessa sýkts einstaklings.
Erlent Tengdar fréttir Ebóla staðfest í Bandaríkjunum Maðurinn kom með almennu farþegaflugi frá Vestur-Afríku til Texas í Bandaríkjunum. 30. september 2014 23:11 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Ebóla staðfest í Bandaríkjunum Maðurinn kom með almennu farþegaflugi frá Vestur-Afríku til Texas í Bandaríkjunum. 30. september 2014 23:11