Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og félagar í Grand Bodo eru fallnar úr norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var ljóst eftir 2-1 tap gegn Arna-Björnar í dag.
Gunnhildur og félagar töpuðu enn einum leiknum í dag, en alls hafa þær tapað 16 leikjum á þessu tímabili. Liðið er með sjö stig í tólfta sæti og á ekki möguleika á að bjarga sér.
Hólmfríður Magnúsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir voru í eldlínunni með Avaldsnes í tapi gegn Stabæk í sömu deild, 1-0. Avaldsnes er í fimmta sæti deildarninar með 35 stig og mun líklega enda í því sæti.
Klepp, lærisveinar Jóns Páls Pálmasonar, gerðu jafntefli gegn Roa á útivelli í dag. Liðið er í áttunda sæti af tólf liðum þegar ein umferð er eftir.
Gunnhildur Yrsa og félagar fallnar
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn




Sektin hans Messi er leyndarmál
Fótbolti
