Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og félagar í Grand Bodo eru fallnar úr norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var ljóst eftir 2-1 tap gegn Arna-Björnar í dag.
Gunnhildur og félagar töpuðu enn einum leiknum í dag, en alls hafa þær tapað 16 leikjum á þessu tímabili. Liðið er með sjö stig í tólfta sæti og á ekki möguleika á að bjarga sér.
Hólmfríður Magnúsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir voru í eldlínunni með Avaldsnes í tapi gegn Stabæk í sömu deild, 1-0. Avaldsnes er í fimmta sæti deildarninar með 35 stig og mun líklega enda í því sæti.
Klepp, lærisveinar Jóns Páls Pálmasonar, gerðu jafntefli gegn Roa á útivelli í dag. Liðið er í áttunda sæti af tólf liðum þegar ein umferð er eftir.
Gunnhildur Yrsa og félagar fallnar
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma
Enski boltinn



Komnir með þrettán stiga forskot
Enski boltinn

Elísabet byrjar á tveimur töpum
Fótbolti



Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn

