Bayern Munchen var í banastuði gegn Werder Bremen á heimavelli og vandræði Borussia Dortmund halda áfram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Bayern gjörsamlega keyrði yfir Werder Bremen, en staðan í hálfleik var 4-0. Philipp Lahm, Xabi Alonso, Mario Götze og Thomas Muller voru allir komnnir á blað í hálfleik. Lahm og Götze bættu við öðrum mörkum í síðari hálfleik og lokatölur 6-0.
Bayern er á toppnum með 20 stig, en Mönchengladbach er fjórum stigum frá ríkjandi meisturunum.
Vandræði Dortmund halda áfram, en þeir töpuðu gegn Köln á útivelli. Dortmund er í fjórtánda sæti deildarinnar.
Stuttgart átti magnaða endurkomu í leik gegn Bayer Leverkusen á heimavelli í dag. Stuttgart var 3-0 undir í hálfleik, en góð endurkoma tryggði liðinu stig. Öll úrslitin má sjá hér að neðan.
Öll úrslit dagsins:
Bayern Munchen - Werder Bremen 6-0
1-0 Philipp Lahm (20.), 2-0 Xabi Alonso (27.), 3-0 Thomas Muller (43. - víti), 4-0 Mario Götze (45.), 5-0 Philipp Lahm (79.), 6-0 Mario Götze (87.).
Köln - Dortmund 2-1
1-0 Kevin Vogt (40.), 1-1 Ciro Immobile (48.), 2-1 Simon Zoller (74.).
Freiburg - Wolfsburg 1-2
Hannover 96 - Borussia Mönchengladbach 0-3
Mainz 05 - Augsburg 2-1
Stuttgart - Bayer Leverkusen 3-3
