Dagbjört Ína Guðjónsdóttir, fimmtán ára dóttir Guðjóns Vals Sigurðssonar, landsliðsfyrirliða Íslands í handbolta, er efnileg knattspyrnukona.
Dagbjört Ína er farinn að spila og skora með unglingaliði Barcelona en hún skoraði skallamark í fyrsta leiknum sínum fyrir félagið.
Dagbjört Ína Guðjónsdóttir er skráð í KR heima á Íslandi en faðir hennar hefur spilað sem atvinnumaður í bæði Þýskalandi og Danmörku frá því að hún var aðeins tveggja ára gömul.
Guðjóns Valur gekk til liðs við Barcelona fyrir þetta tímabil og hefur farið á kostum fyrstu mánuði sína með spænska stórliðinu.
Móðir Dagbjörtu Ínu, Guðbjörg Þóra Þorsteinsdóttir, greindi frá glsæilegri frammistöðu dóttur sinnar á Instagram. Eðlilega enda afrek útaf fyrir sig að tveir í fjölskyldunni séu farnir að skora fyrir spænska stórveldið.
Dóttir Guðjóns Vals byrjuð að skora fyrir Barcelona
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
