Síðustu dagar hafa verið erfið fyrir verðlaunalið HM í Brasilíu í sumar en síðustu daga töpuðu þau öll leikjum sínum.
Heimsmeistarar Þýskalands töpuðu óvænt fyrir Pólverjum, 2-0, í undankeppni EM 2016 en það var fyrsta tap Þjóðverja í nítján leikjum og það fyrsta í undankeppni stórmóts síðan 2007.
Fyrr um daginn mættust stórveldin Brasilía og Argentína í sýningarleik í Kína þar sem Diego Tardelli skoraði bæði mörkin í sigri Brasilíumanna á silfurliði Argentínu.
Og svo var það bronslið Hollands sem tapaði fyrir Íslandi á Laugardalsvellinum í gær, einnig 2-0, sem frægt er. Þar var það Gylfi Þór Sigurðsson sem lék bronsmennina grátt en hann skoraði bæði mörk Íslands í leiknum.

