Lewandowski: Skotar okkar helsti keppninautur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2014 16:30 Lewandowski gekk til liðs við Bayern München frá Borussia Dortmund í sumar. Vísir/Getty Pólski framherjinn Robert Lewandowski hefur varað landa sína við ofmati eftir 2-0 sigur Póllands á Þýskalandi á sunnudaginn í D-riðli undankeppni EM 2016. Þetta var fyrsti sigur Póllands á Þýskalandi í 19 tilraunum, en Aradiusz Milik og Sebastian Mila skoruðu mörkin í 2-0 sigri á Stadion Narodowy í Varsjá. Pólverjar taka á móti Skotum í sínum þriðja leik í riðlinum á morgun. Lewandowski, sem leikur með Bayern München, segir að leikurinn sé gríðarlega mikilvægur. „Við unnum sögulegan sigur gegn Þýskalandi, en við fengum bara þrjú stig. Ef við töpum á móti Skotlandi fáum við aðeins þrjú stig út úr tveimur leikjum sem er ekki nógu mikið,“ sagði markahrókurinn. „Það er ekkert leyndarmál að Þýskaland mun vinna riðilinn auðveldlega, en Skotar eru okkar helsti keppinautur um annað sætið í riðlinum. Þess vegna er mikilvægt að vinna leikinn á morgun.“Zbigniew Boniek, forseti pólska knattspyrnusambandsins og fyrrverandi leikmaður, tók undir með Lewandowski. „Það voru nokkrir einstaklingar sem stóðu sig frábærlega gegn Þýskalandi og hinir leikmennirnir börðust hetjulega fyrir stigunum. En nú er komið að Skotaleiknum. Leyfum stuðningsmönnunum að njóta sigursins á laugardaginn, en leikmennirnir hafa ekki tíma fyrir það,“ sagði Boniek, sem skoraði 24 mörk í 80 landsleikjum, og bætti við: „Við megum ekki halda að við séum orðnir frábærir, því við erum það ekki. Við verðum að vera auðmjúkir og einbeita okkur að leiknum erfiða gegn Skotlandi.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Pólland skellti heimsmeisturunum Pólverjar gerðu sér lítið fyrir og unnu ríkjandi heimsmeistara á heimavelli í kvöld. 11. október 2014 20:38 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira
Pólski framherjinn Robert Lewandowski hefur varað landa sína við ofmati eftir 2-0 sigur Póllands á Þýskalandi á sunnudaginn í D-riðli undankeppni EM 2016. Þetta var fyrsti sigur Póllands á Þýskalandi í 19 tilraunum, en Aradiusz Milik og Sebastian Mila skoruðu mörkin í 2-0 sigri á Stadion Narodowy í Varsjá. Pólverjar taka á móti Skotum í sínum þriðja leik í riðlinum á morgun. Lewandowski, sem leikur með Bayern München, segir að leikurinn sé gríðarlega mikilvægur. „Við unnum sögulegan sigur gegn Þýskalandi, en við fengum bara þrjú stig. Ef við töpum á móti Skotlandi fáum við aðeins þrjú stig út úr tveimur leikjum sem er ekki nógu mikið,“ sagði markahrókurinn. „Það er ekkert leyndarmál að Þýskaland mun vinna riðilinn auðveldlega, en Skotar eru okkar helsti keppinautur um annað sætið í riðlinum. Þess vegna er mikilvægt að vinna leikinn á morgun.“Zbigniew Boniek, forseti pólska knattspyrnusambandsins og fyrrverandi leikmaður, tók undir með Lewandowski. „Það voru nokkrir einstaklingar sem stóðu sig frábærlega gegn Þýskalandi og hinir leikmennirnir börðust hetjulega fyrir stigunum. En nú er komið að Skotaleiknum. Leyfum stuðningsmönnunum að njóta sigursins á laugardaginn, en leikmennirnir hafa ekki tíma fyrir það,“ sagði Boniek, sem skoraði 24 mörk í 80 landsleikjum, og bætti við: „Við megum ekki halda að við séum orðnir frábærir, því við erum það ekki. Við verðum að vera auðmjúkir og einbeita okkur að leiknum erfiða gegn Skotlandi.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Pólland skellti heimsmeisturunum Pólverjar gerðu sér lítið fyrir og unnu ríkjandi heimsmeistara á heimavelli í kvöld. 11. október 2014 20:38 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira
Pólland skellti heimsmeisturunum Pólverjar gerðu sér lítið fyrir og unnu ríkjandi heimsmeistara á heimavelli í kvöld. 11. október 2014 20:38