Kevin Durant, verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar á síðasta tímabili, verður frá keppni í 6-8 vikur vegna meiðsla.
Durant kenndi sér meins á æfingu Oklahoma City Thunder á laugardaginn og eftir nánari skoðun kom í ljós að hann er með brotið bein í hægri fæti.
Sam Presti, stjórnarformaður Oklahoma sagði í gær að Durant þyrfti að gangast undir aðgerð og að svipuð meiðsli hefðu venjulega haldið leikmönnum frá keppni í 6-8 vikur.
Þetta er mikið áfall fyrir Oklahoma, en Durant hefur hingað til verið heppinn með meiðsli á ferlinum. Framherjinn hefur aldrei misst af fleiri en átta leikjum á tímabili og hefur aðeins misst af samtals 16 leikjum í deildarkeppninni síðan hann kom inn í NBA-deildina 2007.
Durant, sem hefur verið stigakóngur NBA fjórum sinnum á síðustu fimm árum, var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í fyrra, þegar hann skoraði 32 stig, tók 7,4 fráköst og gaf 5,5 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Durant frá í 6-8 vikur vegna meiðsla
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn



Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn
