Rúrik: Erum ekki eins og gamla Ísland Anton Ingi Leifsson skrifar 12. október 2014 16:30 Rúrik á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Rúrik Gíslason, vængmaður íslenska landsliðsins, segir að íslenska landsliðið í dag spili ekki eins fótbolta og „gamla" Ísland. „Ég var ánægður með mína innkomu gegn Lettum. Við stýrðum leiknum þegar ég kom inná," sagði Rúrik Gíslason við blaðamann Vísis í dag. „Ég reyndi að fara eftir fyrirmælum frá þjálfaranum. Þau voru að halda boltanum og láta þá elta og sigla þessu heim." Hann segir að byrjunin á undankeppninni komi sér ekkert á óvart. „Í rauninni ekki. Fyrsti leikurinn gegn Tyrkjum var 50-50 leikur þar sem á pappírunum töldum við okkur svipað sterka og hann gat farið í báðar áttir. Mjög góð úrslit í þeim leik og við spiluðum frábærlega." „Leikurinn í Lettlandi var kannski ekki skyldusigur, en það bjuggust flestir við að við myndum vinna, þar á meðal við. Þessi byrjun kemur því okkur ekkert sérstaklega á óvart." „Við höfum sýnt það að við erum með fínt fótboltalið. Við erum ekki eins og „gamla" Ísland; að liggja til baka og svona. Ég vona að þetta þróist ekki eins og Lettar voru gegn okkur, því þá getum við ekkert verið ánægðir með okkar frammistöðu." „Auðvitað reynum við að beita skyndisóknum, en við verðum að geta haldið boltanum. Við erum á heimavelli gegn frábæru liði, en við erum með það mikið sjálfstraust og fólkið í landinu er með væntingar þannig við þurfum að standa okkur." Rúrik bætir við að lokum að hann geri tilkall í byrjunarliðið í hvert einasta skipti, en hann treysti þjálfurunum fullkomlega. „Ég reyni að gera tilkall í byrjunarliðið í hvern einasta leik, en ég treysti þjálfurunum fullkomlega að velja liðið sem þeir telja að henti best í hverju sinni. Ég verð að vera á tánum og vera klár þegar kallið kemur," sagði Kaupmannahafnarbúinn Rúrik að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Sjá meira
Rúrik Gíslason, vængmaður íslenska landsliðsins, segir að íslenska landsliðið í dag spili ekki eins fótbolta og „gamla" Ísland. „Ég var ánægður með mína innkomu gegn Lettum. Við stýrðum leiknum þegar ég kom inná," sagði Rúrik Gíslason við blaðamann Vísis í dag. „Ég reyndi að fara eftir fyrirmælum frá þjálfaranum. Þau voru að halda boltanum og láta þá elta og sigla þessu heim." Hann segir að byrjunin á undankeppninni komi sér ekkert á óvart. „Í rauninni ekki. Fyrsti leikurinn gegn Tyrkjum var 50-50 leikur þar sem á pappírunum töldum við okkur svipað sterka og hann gat farið í báðar áttir. Mjög góð úrslit í þeim leik og við spiluðum frábærlega." „Leikurinn í Lettlandi var kannski ekki skyldusigur, en það bjuggust flestir við að við myndum vinna, þar á meðal við. Þessi byrjun kemur því okkur ekkert sérstaklega á óvart." „Við höfum sýnt það að við erum með fínt fótboltalið. Við erum ekki eins og „gamla" Ísland; að liggja til baka og svona. Ég vona að þetta þróist ekki eins og Lettar voru gegn okkur, því þá getum við ekkert verið ánægðir með okkar frammistöðu." „Auðvitað reynum við að beita skyndisóknum, en við verðum að geta haldið boltanum. Við erum á heimavelli gegn frábæru liði, en við erum með það mikið sjálfstraust og fólkið í landinu er með væntingar þannig við þurfum að standa okkur." Rúrik bætir við að lokum að hann geri tilkall í byrjunarliðið í hvert einasta skipti, en hann treysti þjálfurunum fullkomlega. „Ég reyni að gera tilkall í byrjunarliðið í hvern einasta leik, en ég treysti þjálfurunum fullkomlega að velja liðið sem þeir telja að henti best í hverju sinni. Ég verð að vera á tánum og vera klár þegar kallið kemur," sagði Kaupmannahafnarbúinn Rúrik að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Sjá meira