Fjórir af átta leikjum dagsins í undankeppni EM 2016 eru í beinni útsendingu á Sportrásum Stöðvar 2 í dag.
Leikir dagsins eru átta, en þar ber helst að nefna leik Eistlands og Englands annars vegar og hins vegar Lúxemburgar og Spánar.
Englendingar eru með sex stig eftir upphafsleikina tvo á meðan Eistland er með þrjú stig eftir tvo leiki.
Spánverjar töpuðu óvænt fyrir Slóvakíu í vikunni, en þeir mæta Lúxemborg á útivelli í dag. Lúxemburg er með eitt stig eftir tvo leiki, en Spánn er með þrjú stig eftir tvo leiki.
Alla leiki dagsins má sjá hér að neðan, en þeim verður gerð góð skil á Vísi um leið og þeim lýkur.
C-riðill:
16:00 Úkraína - Makedónía
18:45 Hvíta-Rússland - Slóvakía
18:45 Lúxemborg - Spánn (Stöð 2 Sport & HD)
E-riðill:
16:00 Eistland - England (Stöð 2 Sport 2 & HD)
18:45 Litháen - Slóvenía
G-riðill:
16:00 Austurríki - Svartfjallaland (Stöð 2 Sport & HD)
16:00 Rússland - Moldóva (Stöð 2 Sport 3)
18:45 Svíþjóð - Liechtenstein
Hvað gera Spánverjar gegn Lúxemborg?

Mest lesið



„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn




Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn


