Ísland, Noregur og Belgía unnu stærstu sigra kvöldsins
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Valli
Önnur umferð fór fram í kvöld í þremur riðlum í undankeppni EM 2016 í fótbolta og þar á meðal var keppni í riðli okkar Íslendinga. Íslensku strákarnir unnu 3-0 sigur í Lettlandi sem var einn af stærstu sigrum kvöldsins.
Hollendingar unnu sinn fyrsta sigur í riðlinum en þeir voru samt 0-1 undir í hálfleik í heimavelli á móti Kasakstan. Klaas-Jan Huntelaar kom inná sem varamaður og jafnaði metin og þeir Ibrahim Afellay og Robin van Persie innsigluðu síðan sigurinn á síðustu átta mínútunum.
Tékkar eru með fullt hús eins og Íslendingar eftir 2-1 útisigur á Tyrklandi en Tyrkir komust í 1-0 eftir aðeins átta mínútna leik. Ísland er með tveggja marka forskot á Tékka og því í efsta sæti riðilsins.
Belgar unnu stærsta sigur kvöldsins þegar þeir unnu 6-0 heimasigur á Andorra en Kevin De Bruyne og Dries Mertens skoruðu báðir tvö mörk. Wales náði markalausu jafntefli á móti Bosníu og er á toppnum með fjögur stig en Belgar og Ísraelsmenn sem unnu leiki sína í kvöld, hafa aðeins leikið einn leik.
Giorgio Chiellini skoraði óvenjulega þrennu þegar Ítalir unnu 2-1 sigur á Aserbaídsjan. Ítalski miðvörðurinn skoraði öll þrjú mörk leiksins en aðeins tvö þeirra í rétt mark. Króatar unnu 1-0 útisigur í Búlgaríu og eru með fullt hús eftir tvo leiki eins og Ítalir.
Joshua King skoraði tvö mörk og lagði upp eitt þegar Norðmenn unnu 3-0 sigur á Möltu. Þetta var fyrsti sigur norska liðsins.
Hér fyrir neðan má sjá úrslitin úr öllum leikjunum í undankeppninni í kvöld.
Úrslit og markaskorarar í kvöld í leikjum undankeppni EM 2016:
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, sagði að það hafi verið markmiðið að vinna Lettland í kvöld með öllum tiltækum ráðum. Það tókst en strákarnir unnu sannfærandi 3-0 sigur.