Viðar Örn Kjartansson, framherji Vålerenga og markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, leggur sitt af mörkum í nýrri herferð Óslóarfélagsins.
Vålerenga reynir nú að fá stuðningsmenn félagsins til að fjárfesta í því, herferð sem kölluð er Det er vi som er Vål`enga.
Norski tónlistarmaðurinn og útgefandinn David Eriksen, sem er mikill stuðningsmaður liðsins, fékk Viðar Örn til að syngja Creed-lagið My Sacrifice inn á plötu, en lagið verður svo gefið út í vikunni.
Fram kemur á heimasíðu Vålerenga að lagið mun kosta tólf krónur og rennur hagnaðurinn óskertur til félagsins. Það verður hægt að kaupa það á iTunes, cdon.com, platekompaniet.no og Spotify í vikunni.
Þó Viðar Örn sé ekki alveg sami söngfuglinn og félagi sinn frá Selfossi, GuðmundurÞórarinsson, þá hefur hann gaman að því að syngja.
Viðar Örn stimplaði sig inn hjá stuðningsmönnum Vålerenga fyrr í sumar þegar hann söng Creed-lagið "Six Feet From The Edge" á kynningarfundi á nýjum leikmönnum liðsins.
Þá var hann duglegur að syngja og dilla sér við poppmúsík þegar hann var yngri eins og kom fram í skemmtilegu sjónvarpsviðtali við hann í Noregi fyrr í sumar.
Viðar Örn er langmarkahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar með 25 mörk.
Viðar Örn syngur Creed-lag inn á plötu til styrktar Vålerenga
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn





Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

