NBA deildin heldur úti Youtube síðu og hefur á henni gefið út myndband sem sýnir nokkrar af stærstu stjörnum deildarinnar undirbúa sig fyrir átök vetrarins.
Meðal leikmanna sem sýna brot af vinnu sinni fyrir tímabilið í myndabandinu hér að neðan eru Kobe Bryant, Dwight Howard, Blake Griffin, Stephen Curry og Anthony Davis.
Toronto Raptors lék best allra liða á undirbúningstímabilinu og vann sjö af átta leikjum sínum. Cleveland Cavaliers með LeBron James innanborðs á ný vann fimm af sjö leikjum sínum en NBA meistarar San Antonio Spurs unnu aðeins tvo af sjö leikjum sínum.
Varast skal þó að lesa of mikið í úrslit í æfingaleikjum því helstu stjörnur liðanna spila mun minna en á tímabilinu og liðin leggja misjafnlega mikla áherslu á að vinna leikina.