Börnum til heilla í 25 ár Kolbrún Baldursdóttir og Erna Reynisdóttir skrifar 24. október 2014 09:00 Í dag, 24. október, fagna Barnaheill – Save the Children á Íslandi 25 ára starfi í þágu barna á Íslandi. Það var á sumarmánuðum 1988 að hópur fagfólks á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans fékk þá hugmynd að stofna félag á Íslandi sem hefði það að meginmarkmiði að auka rétt barna í samfélaginu. Þetta hugsjónafólk hóf undirbúning að stofnun félags sem í fyrstu fékk vinnuheitið „Réttur barna“, síðar „Hjálpum börnunum“ en nafngiftin endaði á réttnefninu „Barnaheill“. Frú Vigdís Finnbogadóttir kom við sögu í þessu ferli, en hún stóð þétt við bakið á hugsjónafólkinu í undirbúningsferlinu. Vigdís er skráður stofnfélagi nr. 1 og er verndari samtakanna. Samtökin eiga aðild að alþjóðasamtökunum Save the Children International sem starfa í yfir 120 löndum. Áhersla hefur þó ávallt verið á starf innanlands en stuðningur við erlend verkefni hefur verið reglulegur, nú síðast við menntaverkefni í Norður-Úganda og neyðaraðstoð í Sýrlandi. Eins og í öðrum aðildarlöndum er barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafður að leiðarljósi í öllu starfi. Lögfesting sáttmálans hefur verið eitt af baráttumálum samtakanna frá stofnun og í febrúar 2013 náðist sá merki áfangi að Barnasáttmálinn var lögfestur hér á landi. Enda þótt milljónir barna um heim allan búi við skelfilegar aðstæður hefur margt sannarlega áunnist frá því samtökin hófu starfsemi í Bretlandi árið 1919. Verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á undanförnum 25 árum hafa verið æði mörg og hafa samtökin tekið þátt í fjölmörgum samstarfsverkefnum og samstarfshópum á þessum tíma. Á heimasíðu samtakanna, barnaheill.is, má finna greinargóðar upplýsingar um þau verkefni sem samtökin standa fyrir auk rita og rannsókna sem unnin hafa verið, oft í samvinnu við háskólasamfélagið og önnur samtök hér á landi og erlendis. Starfsemi Barnaheilla var á sumarmánuðum flutt í nýtt og hentugra húsnæði að Háaleitisbraut 13 og deila samtökin þar aðstöðu með öðrum félagasamtökum. Það er gaman að geta sagt frá því á þessum tímamótum, að fyrr á árinu var undirritaður samstarfssamningur við Mary Fonden og Red Barnet, systrasamtök Barnaheilla í Danmörku, um notkun forvarnarefnisins Fri fra mobberi. Sex íslenskir leikskólarhafa fengið þjálfun í að innleiða verkefnið í tilraunaskyni en það hefur fengið nafnið Vináttuverkefni Barnaheilla. Vonir standa til að með aðstoð stjórnvalda og annarra velunnara muni allir leikskólar geta innleitt Vináttuverkefnið áður en langt um líður. Auk kennsluefnis sem er sérhannað að starfsemi leikskóla er bangsinn Blær notaður sem táknmynd vináttunnar og bíður þess að faðma, hugga og gleðja börn á leikskólum á Íslandi. Á tímamótum sem þessum er við hæfi að þakka öllu því góða fólki sem kom að stofnun Barnaheilla, hefur setið í stjórn, starfað fyrir hönd samtakanna og stutt þau á einn eða annan hátt. Einnig ber að þakka þeim fjölda barna og ungmenna sem hafa lagt samtökunum lið í gegnum árin. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru frjáls félagasamtök sem reiða sig á stuðning almennings. Því viljum við að lokum þakka íslensku þjóðinni fyrir að standa þétt við bakið á samtökunum síðasta aldarfjórðunginn og vonandi um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag, 24. október, fagna Barnaheill – Save the Children á Íslandi 25 ára starfi í þágu barna á Íslandi. Það var á sumarmánuðum 1988 að hópur fagfólks á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans fékk þá hugmynd að stofna félag á Íslandi sem hefði það að meginmarkmiði að auka rétt barna í samfélaginu. Þetta hugsjónafólk hóf undirbúning að stofnun félags sem í fyrstu fékk vinnuheitið „Réttur barna“, síðar „Hjálpum börnunum“ en nafngiftin endaði á réttnefninu „Barnaheill“. Frú Vigdís Finnbogadóttir kom við sögu í þessu ferli, en hún stóð þétt við bakið á hugsjónafólkinu í undirbúningsferlinu. Vigdís er skráður stofnfélagi nr. 1 og er verndari samtakanna. Samtökin eiga aðild að alþjóðasamtökunum Save the Children International sem starfa í yfir 120 löndum. Áhersla hefur þó ávallt verið á starf innanlands en stuðningur við erlend verkefni hefur verið reglulegur, nú síðast við menntaverkefni í Norður-Úganda og neyðaraðstoð í Sýrlandi. Eins og í öðrum aðildarlöndum er barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafður að leiðarljósi í öllu starfi. Lögfesting sáttmálans hefur verið eitt af baráttumálum samtakanna frá stofnun og í febrúar 2013 náðist sá merki áfangi að Barnasáttmálinn var lögfestur hér á landi. Enda þótt milljónir barna um heim allan búi við skelfilegar aðstæður hefur margt sannarlega áunnist frá því samtökin hófu starfsemi í Bretlandi árið 1919. Verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á undanförnum 25 árum hafa verið æði mörg og hafa samtökin tekið þátt í fjölmörgum samstarfsverkefnum og samstarfshópum á þessum tíma. Á heimasíðu samtakanna, barnaheill.is, má finna greinargóðar upplýsingar um þau verkefni sem samtökin standa fyrir auk rita og rannsókna sem unnin hafa verið, oft í samvinnu við háskólasamfélagið og önnur samtök hér á landi og erlendis. Starfsemi Barnaheilla var á sumarmánuðum flutt í nýtt og hentugra húsnæði að Háaleitisbraut 13 og deila samtökin þar aðstöðu með öðrum félagasamtökum. Það er gaman að geta sagt frá því á þessum tímamótum, að fyrr á árinu var undirritaður samstarfssamningur við Mary Fonden og Red Barnet, systrasamtök Barnaheilla í Danmörku, um notkun forvarnarefnisins Fri fra mobberi. Sex íslenskir leikskólarhafa fengið þjálfun í að innleiða verkefnið í tilraunaskyni en það hefur fengið nafnið Vináttuverkefni Barnaheilla. Vonir standa til að með aðstoð stjórnvalda og annarra velunnara muni allir leikskólar geta innleitt Vináttuverkefnið áður en langt um líður. Auk kennsluefnis sem er sérhannað að starfsemi leikskóla er bangsinn Blær notaður sem táknmynd vináttunnar og bíður þess að faðma, hugga og gleðja börn á leikskólum á Íslandi. Á tímamótum sem þessum er við hæfi að þakka öllu því góða fólki sem kom að stofnun Barnaheilla, hefur setið í stjórn, starfað fyrir hönd samtakanna og stutt þau á einn eða annan hátt. Einnig ber að þakka þeim fjölda barna og ungmenna sem hafa lagt samtökunum lið í gegnum árin. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru frjáls félagasamtök sem reiða sig á stuðning almennings. Því viljum við að lokum þakka íslensku þjóðinni fyrir að standa þétt við bakið á samtökunum síðasta aldarfjórðunginn og vonandi um ókomna tíð.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun