Börnum til heilla í 25 ár Kolbrún Baldursdóttir og Erna Reynisdóttir skrifar 24. október 2014 09:00 Í dag, 24. október, fagna Barnaheill – Save the Children á Íslandi 25 ára starfi í þágu barna á Íslandi. Það var á sumarmánuðum 1988 að hópur fagfólks á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans fékk þá hugmynd að stofna félag á Íslandi sem hefði það að meginmarkmiði að auka rétt barna í samfélaginu. Þetta hugsjónafólk hóf undirbúning að stofnun félags sem í fyrstu fékk vinnuheitið „Réttur barna“, síðar „Hjálpum börnunum“ en nafngiftin endaði á réttnefninu „Barnaheill“. Frú Vigdís Finnbogadóttir kom við sögu í þessu ferli, en hún stóð þétt við bakið á hugsjónafólkinu í undirbúningsferlinu. Vigdís er skráður stofnfélagi nr. 1 og er verndari samtakanna. Samtökin eiga aðild að alþjóðasamtökunum Save the Children International sem starfa í yfir 120 löndum. Áhersla hefur þó ávallt verið á starf innanlands en stuðningur við erlend verkefni hefur verið reglulegur, nú síðast við menntaverkefni í Norður-Úganda og neyðaraðstoð í Sýrlandi. Eins og í öðrum aðildarlöndum er barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafður að leiðarljósi í öllu starfi. Lögfesting sáttmálans hefur verið eitt af baráttumálum samtakanna frá stofnun og í febrúar 2013 náðist sá merki áfangi að Barnasáttmálinn var lögfestur hér á landi. Enda þótt milljónir barna um heim allan búi við skelfilegar aðstæður hefur margt sannarlega áunnist frá því samtökin hófu starfsemi í Bretlandi árið 1919. Verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á undanförnum 25 árum hafa verið æði mörg og hafa samtökin tekið þátt í fjölmörgum samstarfsverkefnum og samstarfshópum á þessum tíma. Á heimasíðu samtakanna, barnaheill.is, má finna greinargóðar upplýsingar um þau verkefni sem samtökin standa fyrir auk rita og rannsókna sem unnin hafa verið, oft í samvinnu við háskólasamfélagið og önnur samtök hér á landi og erlendis. Starfsemi Barnaheilla var á sumarmánuðum flutt í nýtt og hentugra húsnæði að Háaleitisbraut 13 og deila samtökin þar aðstöðu með öðrum félagasamtökum. Það er gaman að geta sagt frá því á þessum tímamótum, að fyrr á árinu var undirritaður samstarfssamningur við Mary Fonden og Red Barnet, systrasamtök Barnaheilla í Danmörku, um notkun forvarnarefnisins Fri fra mobberi. Sex íslenskir leikskólarhafa fengið þjálfun í að innleiða verkefnið í tilraunaskyni en það hefur fengið nafnið Vináttuverkefni Barnaheilla. Vonir standa til að með aðstoð stjórnvalda og annarra velunnara muni allir leikskólar geta innleitt Vináttuverkefnið áður en langt um líður. Auk kennsluefnis sem er sérhannað að starfsemi leikskóla er bangsinn Blær notaður sem táknmynd vináttunnar og bíður þess að faðma, hugga og gleðja börn á leikskólum á Íslandi. Á tímamótum sem þessum er við hæfi að þakka öllu því góða fólki sem kom að stofnun Barnaheilla, hefur setið í stjórn, starfað fyrir hönd samtakanna og stutt þau á einn eða annan hátt. Einnig ber að þakka þeim fjölda barna og ungmenna sem hafa lagt samtökunum lið í gegnum árin. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru frjáls félagasamtök sem reiða sig á stuðning almennings. Því viljum við að lokum þakka íslensku þjóðinni fyrir að standa þétt við bakið á samtökunum síðasta aldarfjórðunginn og vonandi um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Í dag, 24. október, fagna Barnaheill – Save the Children á Íslandi 25 ára starfi í þágu barna á Íslandi. Það var á sumarmánuðum 1988 að hópur fagfólks á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans fékk þá hugmynd að stofna félag á Íslandi sem hefði það að meginmarkmiði að auka rétt barna í samfélaginu. Þetta hugsjónafólk hóf undirbúning að stofnun félags sem í fyrstu fékk vinnuheitið „Réttur barna“, síðar „Hjálpum börnunum“ en nafngiftin endaði á réttnefninu „Barnaheill“. Frú Vigdís Finnbogadóttir kom við sögu í þessu ferli, en hún stóð þétt við bakið á hugsjónafólkinu í undirbúningsferlinu. Vigdís er skráður stofnfélagi nr. 1 og er verndari samtakanna. Samtökin eiga aðild að alþjóðasamtökunum Save the Children International sem starfa í yfir 120 löndum. Áhersla hefur þó ávallt verið á starf innanlands en stuðningur við erlend verkefni hefur verið reglulegur, nú síðast við menntaverkefni í Norður-Úganda og neyðaraðstoð í Sýrlandi. Eins og í öðrum aðildarlöndum er barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafður að leiðarljósi í öllu starfi. Lögfesting sáttmálans hefur verið eitt af baráttumálum samtakanna frá stofnun og í febrúar 2013 náðist sá merki áfangi að Barnasáttmálinn var lögfestur hér á landi. Enda þótt milljónir barna um heim allan búi við skelfilegar aðstæður hefur margt sannarlega áunnist frá því samtökin hófu starfsemi í Bretlandi árið 1919. Verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á undanförnum 25 árum hafa verið æði mörg og hafa samtökin tekið þátt í fjölmörgum samstarfsverkefnum og samstarfshópum á þessum tíma. Á heimasíðu samtakanna, barnaheill.is, má finna greinargóðar upplýsingar um þau verkefni sem samtökin standa fyrir auk rita og rannsókna sem unnin hafa verið, oft í samvinnu við háskólasamfélagið og önnur samtök hér á landi og erlendis. Starfsemi Barnaheilla var á sumarmánuðum flutt í nýtt og hentugra húsnæði að Háaleitisbraut 13 og deila samtökin þar aðstöðu með öðrum félagasamtökum. Það er gaman að geta sagt frá því á þessum tímamótum, að fyrr á árinu var undirritaður samstarfssamningur við Mary Fonden og Red Barnet, systrasamtök Barnaheilla í Danmörku, um notkun forvarnarefnisins Fri fra mobberi. Sex íslenskir leikskólarhafa fengið þjálfun í að innleiða verkefnið í tilraunaskyni en það hefur fengið nafnið Vináttuverkefni Barnaheilla. Vonir standa til að með aðstoð stjórnvalda og annarra velunnara muni allir leikskólar geta innleitt Vináttuverkefnið áður en langt um líður. Auk kennsluefnis sem er sérhannað að starfsemi leikskóla er bangsinn Blær notaður sem táknmynd vináttunnar og bíður þess að faðma, hugga og gleðja börn á leikskólum á Íslandi. Á tímamótum sem þessum er við hæfi að þakka öllu því góða fólki sem kom að stofnun Barnaheilla, hefur setið í stjórn, starfað fyrir hönd samtakanna og stutt þau á einn eða annan hátt. Einnig ber að þakka þeim fjölda barna og ungmenna sem hafa lagt samtökunum lið í gegnum árin. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru frjáls félagasamtök sem reiða sig á stuðning almennings. Því viljum við að lokum þakka íslensku þjóðinni fyrir að standa þétt við bakið á samtökunum síðasta aldarfjórðunginn og vonandi um ókomna tíð.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun