Ísland besta Norðurlandaþjóðin | Heimir: Þú segir mér fréttir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. október 2014 10:02 Heimir með markvarðaþjálfarnum Guðmundi Hreiðarssyni. Vísir/Andri Marinó „Ég hef svo litlar áhyggjur af þessu enda skiptir þessi listi ekki svo miklu máli,“ voru fyrstu viðbrögð Heimis Hallgrímssonar af þeim tíðindum að Ísland hafi aldrei verið ofar á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, en nú. Nýr listi kom út í morgun og var Ísland í 28. sæti. Sigrarnir á Lettlandi og Hollandi fyrr í mánuðinum fleyttu liðinu upp um sex sæti frá síðasta lista og eru strákarnir okkar nú í fyrsta sinn í efsta Norðurlandaþjóðin á listanum. „Þessi listi skiptir ekki neinu máli fyrr en í lok næsta sumars. Því ofar sem við verðum á listanum þá því meiri líkur á að við verðum í öðrum styrkleikaflokki,“ sagði Heimir. Í sumar verður styrkleikalistinn notaður til að ákvarða niðurröðun liðanna í styrkleikaflokka fyrir undankeppni HM 2018. Það er í eina skiptið sem listinn skiptir máli að því tilliti því Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, notar eigin útreikninga til að ákvarða styrkleikaröðun fyrir undankeppni EM.Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson.Vísir/VilhelmÍsland sat í 121. sæti listans í júlí 2011 þegar styrkleikaniðurröðunin fyrir undankeppni HM 2014 var ákveðin. Ísland var þá í sjötta og neðsta styrkleikaflokki en endaði engu að síður í öðru sæti síns riðils og komst í umspilið sem frægt er. Miðað við listann sem kom út í morgun yrði Ísland næstsíðasta þjóðin í öðrum styrkleikaflokki og Heimir vonast til þess að halda þeirri stöðu fram á sumar. „Það virðist þó vera að það þurfi ansi mikið að gerast til að við förum niður,“ segir Heimir sem gleðst þó fyrst og fremst yfir góðu gengi liðsins á vellinum sjálfum. „Það eru leikirnir sem maður gleðst yfir. Ekki endilega úrslitunum heldur frammistöðu liðsins í leikjunum,“ segir Heimir sem gegnir stöðu landsliðsþjálfara með Lars Lagerbäck eftir að hafa verið aðstoðarmaður Svíans í síðustu undankeppni.Vísir/ValliHeimir bendir á að við útreikninga styrkleikalistans er tekið tillit til úrslita leikja síðustu fjögur árin. „Sem þýðir að við förum fljótlega að missa stig sem við unnum sjálfir inn fyrir þremur árum síðan. Þar með kemst meira jafnvægi á þetta ferli. Það þýðir líka að við þurfum að halda okkur á mottunni og halda áfram að safna stigum gegn þeim sem tapast.“ Og auðvitað gleðst hann yfir góðri stöðu Íslands á listanum. „Það er gaman að geta sagt að við höfum aldrei farið hærra. En þetta er bara viðmið og segir ekkert til um hvort við vinnum næsta leik.“ Næsti leikur Íslands verður vináttulandsleikur gegn Belgíu ytra þann 12. nóvember. Fjórum dögum síðar leika strákarnir við Tékka á Plzen í undankeppni EM 2016. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Sænska þjóðin er að uppgötva Lars upp á nýtt Sumir samlandar Lagerbäcks vilja fá hann aftur í landsliðsþjálfarastarfið. 18. október 2014 08:00 Strákarnir okkar upp fyrir Dani og Svía Ísland skilja Dani, Svía, Rússa, Rúmeníu, Skota, Wales, Gana og Serba eftir í rykinu þegar næsti styrkleikalisti FIFA verður birtur. 14. október 2014 07:00 Geir: Ráðning Lars ein farsælasta ákvörðunin mín Íslenska landsliðið í fótbolta komst upp í 28. sæti FIFA-listans og er besta Norðurlandaþjóðin í fótbolta. 23. október 2014 09:30 Srnicek: Kom mér ekkert á óvart að Ísland vann Holland Fyrrverandi landsliðsmarkvörður Tékklands hvetur Newcastle til að horfa til annarra leikmannamarkaða en á Frakklandi. 20. október 2014 16:30 Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
„Ég hef svo litlar áhyggjur af þessu enda skiptir þessi listi ekki svo miklu máli,“ voru fyrstu viðbrögð Heimis Hallgrímssonar af þeim tíðindum að Ísland hafi aldrei verið ofar á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, en nú. Nýr listi kom út í morgun og var Ísland í 28. sæti. Sigrarnir á Lettlandi og Hollandi fyrr í mánuðinum fleyttu liðinu upp um sex sæti frá síðasta lista og eru strákarnir okkar nú í fyrsta sinn í efsta Norðurlandaþjóðin á listanum. „Þessi listi skiptir ekki neinu máli fyrr en í lok næsta sumars. Því ofar sem við verðum á listanum þá því meiri líkur á að við verðum í öðrum styrkleikaflokki,“ sagði Heimir. Í sumar verður styrkleikalistinn notaður til að ákvarða niðurröðun liðanna í styrkleikaflokka fyrir undankeppni HM 2018. Það er í eina skiptið sem listinn skiptir máli að því tilliti því Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, notar eigin útreikninga til að ákvarða styrkleikaröðun fyrir undankeppni EM.Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson.Vísir/VilhelmÍsland sat í 121. sæti listans í júlí 2011 þegar styrkleikaniðurröðunin fyrir undankeppni HM 2014 var ákveðin. Ísland var þá í sjötta og neðsta styrkleikaflokki en endaði engu að síður í öðru sæti síns riðils og komst í umspilið sem frægt er. Miðað við listann sem kom út í morgun yrði Ísland næstsíðasta þjóðin í öðrum styrkleikaflokki og Heimir vonast til þess að halda þeirri stöðu fram á sumar. „Það virðist þó vera að það þurfi ansi mikið að gerast til að við förum niður,“ segir Heimir sem gleðst þó fyrst og fremst yfir góðu gengi liðsins á vellinum sjálfum. „Það eru leikirnir sem maður gleðst yfir. Ekki endilega úrslitunum heldur frammistöðu liðsins í leikjunum,“ segir Heimir sem gegnir stöðu landsliðsþjálfara með Lars Lagerbäck eftir að hafa verið aðstoðarmaður Svíans í síðustu undankeppni.Vísir/ValliHeimir bendir á að við útreikninga styrkleikalistans er tekið tillit til úrslita leikja síðustu fjögur árin. „Sem þýðir að við förum fljótlega að missa stig sem við unnum sjálfir inn fyrir þremur árum síðan. Þar með kemst meira jafnvægi á þetta ferli. Það þýðir líka að við þurfum að halda okkur á mottunni og halda áfram að safna stigum gegn þeim sem tapast.“ Og auðvitað gleðst hann yfir góðri stöðu Íslands á listanum. „Það er gaman að geta sagt að við höfum aldrei farið hærra. En þetta er bara viðmið og segir ekkert til um hvort við vinnum næsta leik.“ Næsti leikur Íslands verður vináttulandsleikur gegn Belgíu ytra þann 12. nóvember. Fjórum dögum síðar leika strákarnir við Tékka á Plzen í undankeppni EM 2016.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Sænska þjóðin er að uppgötva Lars upp á nýtt Sumir samlandar Lagerbäcks vilja fá hann aftur í landsliðsþjálfarastarfið. 18. október 2014 08:00 Strákarnir okkar upp fyrir Dani og Svía Ísland skilja Dani, Svía, Rússa, Rúmeníu, Skota, Wales, Gana og Serba eftir í rykinu þegar næsti styrkleikalisti FIFA verður birtur. 14. október 2014 07:00 Geir: Ráðning Lars ein farsælasta ákvörðunin mín Íslenska landsliðið í fótbolta komst upp í 28. sæti FIFA-listans og er besta Norðurlandaþjóðin í fótbolta. 23. október 2014 09:30 Srnicek: Kom mér ekkert á óvart að Ísland vann Holland Fyrrverandi landsliðsmarkvörður Tékklands hvetur Newcastle til að horfa til annarra leikmannamarkaða en á Frakklandi. 20. október 2014 16:30 Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Sænska þjóðin er að uppgötva Lars upp á nýtt Sumir samlandar Lagerbäcks vilja fá hann aftur í landsliðsþjálfarastarfið. 18. október 2014 08:00
Strákarnir okkar upp fyrir Dani og Svía Ísland skilja Dani, Svía, Rússa, Rúmeníu, Skota, Wales, Gana og Serba eftir í rykinu þegar næsti styrkleikalisti FIFA verður birtur. 14. október 2014 07:00
Geir: Ráðning Lars ein farsælasta ákvörðunin mín Íslenska landsliðið í fótbolta komst upp í 28. sæti FIFA-listans og er besta Norðurlandaþjóðin í fótbolta. 23. október 2014 09:30
Srnicek: Kom mér ekkert á óvart að Ísland vann Holland Fyrrverandi landsliðsmarkvörður Tékklands hvetur Newcastle til að horfa til annarra leikmannamarkaða en á Frakklandi. 20. október 2014 16:30
Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15