Redknapp: Það er ástæða fyrir því að Balotelli kostaði ekki meira Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. október 2014 09:00 Mario Balotelli spilaði aðeins fyrri hálfleikinn. vísir/getty Jamie Carragher, fyrrverandi miðvörður Liverpool, er búinn að fá nóg af MarioBalotelli og býst við að hann verði seldur frá liðinu. Kannski strax í janúar. Balotelli hefur ekki heillað neinn síðan hann gekk í raðir Liverpool og var tekinn af velli í hálfleik í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar liðið tapaði fyrir Real Madrid. Ítalska framherjanum tókst helst að koma sér í fyrirsagnirnar þegar hann skipti um treyju við portúgalska varnarmanninn Pepe í hálfleik. Carragher, sem starfar sem sérfræðingur hjá Sky Sports, var ásamt öðrum fyrrverandi leikmönnum í myndveri í gær að ræða leikinn, en enginn þeirra er ánægður með Balotelli. „Held ég að hann verði hérna til langs tíma? Nei. Það kæmi mér á óvart á að sjá hann hjá Liverpool á næstu leiktíð ef ég á að vera heiðarlegur,“ sagði Carragher. „Rafa Benítez var hérna fyrir nokkrum árum og keypti RobbieKeane. Hann seldi hann svo aftur í janúar. Keane var ekki hjá Liverpool í nema þrjá mánuði. Kannski verður Balotelli ekki seldur svo fljótt aftur, en það kæmi mér á óvart að sjá hann hérna á næstu leiktíð.“Jamie Redknapp, fyrrverandi samherji Carraghers, greip orð Carraghers á lofti og hélt áfram að hrauna yfir Ítalann. „Það er ósanngjarnt að bera hann saman við Robbie Keane því Robbie reyndi allavega að gera eitthvað. Hann lagði sig allan fram,“ sagði Redknapp sem skilur ekki hvað Balotelli er að gera hjá Liverpool. „Það er ekki hægt að kenna Balotelli um þetta. Ég kenni BrendanRodgers um fyrir að kaupa hann. Hvernig datt honum í hug að hann gæti breytt leikmanni sem Mourinho, Mancini og Prandelli gáfust upp á. Það er ástæða fyrir því að sumir hlutir eru á hálfvirði þegar þú ferð út í búð,“ sagði Jamie Redknapp. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum.Cristiano Ronaldo kom Real Madrid yfir á 23. mínútu: Karim Benzema skoraði annað mark Real Madrid á 30. mínútu: Benzema skoraði sitt annað mark og þriðja hjá Real Madrid á 41. mínútu: Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rodgers um Balotelli: Bara tímaspursmál um hvenær hann fer að skora Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool ætlar að bíða eftir því að ítalski framherjinn Mario Balotelli detti í markagírinn og spáir því að það gerist á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld. 22. október 2014 07:30 Rodgers: Ronaldo er besti leikmaður heims Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir það skipta litlu fyrir sitt lið að Real Madrid verði án Gareth Bale í kvöld. 22. október 2014 12:15 Ronaldo: Gaman að skora loks á Anfield Portúgalinn skoraði fyrsta markið í 3-0 sigri Real Madrid í Meistaradeildinni. 22. október 2014 21:16 Rodgers: Real Madrid spilaði frábærlega Knattspyrnustjóri Liverpool óánægður með varnarleikinn í tapinu gegn Real Madrid. 22. október 2014 21:23 Real afgreiddi Liverpool í fyrri hálfleik | Sjáðu mörkin Cristiano Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark á Anfield. 22. október 2014 16:36 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Sjá meira
Jamie Carragher, fyrrverandi miðvörður Liverpool, er búinn að fá nóg af MarioBalotelli og býst við að hann verði seldur frá liðinu. Kannski strax í janúar. Balotelli hefur ekki heillað neinn síðan hann gekk í raðir Liverpool og var tekinn af velli í hálfleik í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar liðið tapaði fyrir Real Madrid. Ítalska framherjanum tókst helst að koma sér í fyrirsagnirnar þegar hann skipti um treyju við portúgalska varnarmanninn Pepe í hálfleik. Carragher, sem starfar sem sérfræðingur hjá Sky Sports, var ásamt öðrum fyrrverandi leikmönnum í myndveri í gær að ræða leikinn, en enginn þeirra er ánægður með Balotelli. „Held ég að hann verði hérna til langs tíma? Nei. Það kæmi mér á óvart á að sjá hann hjá Liverpool á næstu leiktíð ef ég á að vera heiðarlegur,“ sagði Carragher. „Rafa Benítez var hérna fyrir nokkrum árum og keypti RobbieKeane. Hann seldi hann svo aftur í janúar. Keane var ekki hjá Liverpool í nema þrjá mánuði. Kannski verður Balotelli ekki seldur svo fljótt aftur, en það kæmi mér á óvart að sjá hann hérna á næstu leiktíð.“Jamie Redknapp, fyrrverandi samherji Carraghers, greip orð Carraghers á lofti og hélt áfram að hrauna yfir Ítalann. „Það er ósanngjarnt að bera hann saman við Robbie Keane því Robbie reyndi allavega að gera eitthvað. Hann lagði sig allan fram,“ sagði Redknapp sem skilur ekki hvað Balotelli er að gera hjá Liverpool. „Það er ekki hægt að kenna Balotelli um þetta. Ég kenni BrendanRodgers um fyrir að kaupa hann. Hvernig datt honum í hug að hann gæti breytt leikmanni sem Mourinho, Mancini og Prandelli gáfust upp á. Það er ástæða fyrir því að sumir hlutir eru á hálfvirði þegar þú ferð út í búð,“ sagði Jamie Redknapp. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum.Cristiano Ronaldo kom Real Madrid yfir á 23. mínútu: Karim Benzema skoraði annað mark Real Madrid á 30. mínútu: Benzema skoraði sitt annað mark og þriðja hjá Real Madrid á 41. mínútu:
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rodgers um Balotelli: Bara tímaspursmál um hvenær hann fer að skora Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool ætlar að bíða eftir því að ítalski framherjinn Mario Balotelli detti í markagírinn og spáir því að það gerist á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld. 22. október 2014 07:30 Rodgers: Ronaldo er besti leikmaður heims Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir það skipta litlu fyrir sitt lið að Real Madrid verði án Gareth Bale í kvöld. 22. október 2014 12:15 Ronaldo: Gaman að skora loks á Anfield Portúgalinn skoraði fyrsta markið í 3-0 sigri Real Madrid í Meistaradeildinni. 22. október 2014 21:16 Rodgers: Real Madrid spilaði frábærlega Knattspyrnustjóri Liverpool óánægður með varnarleikinn í tapinu gegn Real Madrid. 22. október 2014 21:23 Real afgreiddi Liverpool í fyrri hálfleik | Sjáðu mörkin Cristiano Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark á Anfield. 22. október 2014 16:36 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Sjá meira
Rodgers um Balotelli: Bara tímaspursmál um hvenær hann fer að skora Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool ætlar að bíða eftir því að ítalski framherjinn Mario Balotelli detti í markagírinn og spáir því að það gerist á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld. 22. október 2014 07:30
Rodgers: Ronaldo er besti leikmaður heims Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir það skipta litlu fyrir sitt lið að Real Madrid verði án Gareth Bale í kvöld. 22. október 2014 12:15
Ronaldo: Gaman að skora loks á Anfield Portúgalinn skoraði fyrsta markið í 3-0 sigri Real Madrid í Meistaradeildinni. 22. október 2014 21:16
Rodgers: Real Madrid spilaði frábærlega Knattspyrnustjóri Liverpool óánægður með varnarleikinn í tapinu gegn Real Madrid. 22. október 2014 21:23
Real afgreiddi Liverpool í fyrri hálfleik | Sjáðu mörkin Cristiano Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark á Anfield. 22. október 2014 16:36