Björgunarsveitir önnum kafnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. október 2014 11:56 Vísir / Atli Páll Hafsteinsson Umferð á landinu öllu hefur gengið afar hægt fyrir sig í dag og mikið hefur verið um umferðarteppur. Þá eru miklar annir hjá björgunarsveitum víða um land vegna óveðurs sem gengur nú yfir landið. Umferðin gekk hvað verst í Kópavogi í morgun og eitthvað var um minniháttar árekstra. Að sögn lögreglu var fólk víða í vandræðum í brekkum og fáförnum götum enda flestir enn á vanbúnum bílum. Dæmi eru um að fólk verið um tvær klukkustundir að komast leiðar sinnar víða í bæjarfélaginu en mokstur hófst ekki fyrr en um klukkan hálf átta í morgun. Nú er unnið er að mokstri á stofnbrautum og í brekkum en mokstur í íbúðagötum hefst síðar í dag. Þá urðu einhverjar tafir á Sæbraut eftir að reykur kom upp í hjólabúnaði strætisvagns við Skútuvog og var slökkvilið kallað á staðinn. Þá var slökkvilið jafnframt kallað út eftir að eldur kviknaði í bifreið við Höfðabakka um klukkan hálf átta í morgun. Að sögn lögreglu stóð bíllinn í ljósum logum en engin slys urðu á fólki. Slökkvistarf gekk vel fyrir sig.mynd/g.ingi jónssonVeðrið sem gengur nú yfir landið er einna verst á Austfjörðum en þrjár björgunarsveitir hafa verið kallaðar út á svæðinu í morgun. Björgunarsveitin Hérað á Egilsstöðum ferjaði um 30 manns til Egilsstaða eftir að rúta með starfsfólki Alcoa fór útaf í Fagradal. Engin meiðsl urðu á fólki en mikil hálka er á veginum um dalinn. Á Seyðisfirði fauk hluti af gafli húss í bænum og var björgunarsveit kölluð út og festi það sem eftir var af gaflinum og lokaði gatinu sem þar hafði myndast. Hálka og hálkublettir eru víðast hvar á landinu en greiðfært er á suðausturlandi. Ófært er á Víkurskarði og hafa björgunarsveitir verið þar að störfum í morgun eftir að rúta og póstbíll fóru út af veginum. Lokað er fyrir umferð um víkurskarð og unnið er að því að opna fyrir umferð. Þá er þungfært og skafrenningur á Breiðdalsheiði en Öxi er ófær. Veðurhorfur á landinu: Norðvestan 18-25 m/s og snjókoma eða él á N- og A-landi, hvassast á annesjum, en annars yfirleitt mun hægari og dálítil él. Dregur smám saman úr vindi og ofankomu í dag. Norðvestan 10-15 og él NA-til í kvöld, en annars hæg breytileg átt og bjart með köflum. Vaxandi austanátt og þykknar upp í nótt, 8-15 og slydda eða rigning S-lands undir morgun. Austan 8-15 og slydda eða snjókoma norðantil á landinu eftir hádegi á morgun, en hægari vindur og rigning með köflum fyrir sunnan. Hiti víða kringum frostmark, en hiti 1 til 6 stig við suður- og suðvestur ströndina á morgun.vísir/vilhelmFyrsti snjór vetrarins féll í nótt í Garðabæ eins og víðar á landinu. Nemendur Sjálandsskóla í Garðabæ kunnu vel að meta það og var mikið fjör og gleði í frímínútum.vísir/óskar birgisson Veður Tengdar fréttir Umferðin gekk hægt í Kórahverfinu í morgun „Já, ég ákvað að ganga með drenginn í leikskólann og spraði mér alveg hellings tíma," segir íbúi í Kórahverfinu í Kópavogi. 21. október 2014 10:50 Snjór og hálka á götum Reykjavíkur Hálka, snjóþekja og óveður er víðast hvar á norðausturströndinni. Ökumenn eru hvattir til að fara ekki í umferðina á lélegum dekkjum. 21. október 2014 07:51 Gafl fauk af húsi á Seyðisfirði Þrjár björgunarsveitir hafa verið kallaðar út á Austfjörðum í dag. 21. október 2014 11:23 Miklar tafir á umferð á höfuðborgarsvæðinu Eldur kviknaði í tveimur bílum á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 10:31 Bíll við bíl við bíl á Vatnsenda Myndband sem tekið var í Vatnsendahverfinu í Kópavogi í morgun sýnir hversu hægt umferðin hreyfist. 21. október 2014 10:20 Björgunarsveitir að störfum í Víkurskarði Skarðinu var lokað í morgun vegna veðurs og er enn lokað en bílar lentu þar utan vegar. 21. október 2014 10:21 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Sjá meira
Umferð á landinu öllu hefur gengið afar hægt fyrir sig í dag og mikið hefur verið um umferðarteppur. Þá eru miklar annir hjá björgunarsveitum víða um land vegna óveðurs sem gengur nú yfir landið. Umferðin gekk hvað verst í Kópavogi í morgun og eitthvað var um minniháttar árekstra. Að sögn lögreglu var fólk víða í vandræðum í brekkum og fáförnum götum enda flestir enn á vanbúnum bílum. Dæmi eru um að fólk verið um tvær klukkustundir að komast leiðar sinnar víða í bæjarfélaginu en mokstur hófst ekki fyrr en um klukkan hálf átta í morgun. Nú er unnið er að mokstri á stofnbrautum og í brekkum en mokstur í íbúðagötum hefst síðar í dag. Þá urðu einhverjar tafir á Sæbraut eftir að reykur kom upp í hjólabúnaði strætisvagns við Skútuvog og var slökkvilið kallað á staðinn. Þá var slökkvilið jafnframt kallað út eftir að eldur kviknaði í bifreið við Höfðabakka um klukkan hálf átta í morgun. Að sögn lögreglu stóð bíllinn í ljósum logum en engin slys urðu á fólki. Slökkvistarf gekk vel fyrir sig.mynd/g.ingi jónssonVeðrið sem gengur nú yfir landið er einna verst á Austfjörðum en þrjár björgunarsveitir hafa verið kallaðar út á svæðinu í morgun. Björgunarsveitin Hérað á Egilsstöðum ferjaði um 30 manns til Egilsstaða eftir að rúta með starfsfólki Alcoa fór útaf í Fagradal. Engin meiðsl urðu á fólki en mikil hálka er á veginum um dalinn. Á Seyðisfirði fauk hluti af gafli húss í bænum og var björgunarsveit kölluð út og festi það sem eftir var af gaflinum og lokaði gatinu sem þar hafði myndast. Hálka og hálkublettir eru víðast hvar á landinu en greiðfært er á suðausturlandi. Ófært er á Víkurskarði og hafa björgunarsveitir verið þar að störfum í morgun eftir að rúta og póstbíll fóru út af veginum. Lokað er fyrir umferð um víkurskarð og unnið er að því að opna fyrir umferð. Þá er þungfært og skafrenningur á Breiðdalsheiði en Öxi er ófær. Veðurhorfur á landinu: Norðvestan 18-25 m/s og snjókoma eða él á N- og A-landi, hvassast á annesjum, en annars yfirleitt mun hægari og dálítil él. Dregur smám saman úr vindi og ofankomu í dag. Norðvestan 10-15 og él NA-til í kvöld, en annars hæg breytileg átt og bjart með köflum. Vaxandi austanátt og þykknar upp í nótt, 8-15 og slydda eða rigning S-lands undir morgun. Austan 8-15 og slydda eða snjókoma norðantil á landinu eftir hádegi á morgun, en hægari vindur og rigning með köflum fyrir sunnan. Hiti víða kringum frostmark, en hiti 1 til 6 stig við suður- og suðvestur ströndina á morgun.vísir/vilhelmFyrsti snjór vetrarins féll í nótt í Garðabæ eins og víðar á landinu. Nemendur Sjálandsskóla í Garðabæ kunnu vel að meta það og var mikið fjör og gleði í frímínútum.vísir/óskar birgisson
Veður Tengdar fréttir Umferðin gekk hægt í Kórahverfinu í morgun „Já, ég ákvað að ganga með drenginn í leikskólann og spraði mér alveg hellings tíma," segir íbúi í Kórahverfinu í Kópavogi. 21. október 2014 10:50 Snjór og hálka á götum Reykjavíkur Hálka, snjóþekja og óveður er víðast hvar á norðausturströndinni. Ökumenn eru hvattir til að fara ekki í umferðina á lélegum dekkjum. 21. október 2014 07:51 Gafl fauk af húsi á Seyðisfirði Þrjár björgunarsveitir hafa verið kallaðar út á Austfjörðum í dag. 21. október 2014 11:23 Miklar tafir á umferð á höfuðborgarsvæðinu Eldur kviknaði í tveimur bílum á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 10:31 Bíll við bíl við bíl á Vatnsenda Myndband sem tekið var í Vatnsendahverfinu í Kópavogi í morgun sýnir hversu hægt umferðin hreyfist. 21. október 2014 10:20 Björgunarsveitir að störfum í Víkurskarði Skarðinu var lokað í morgun vegna veðurs og er enn lokað en bílar lentu þar utan vegar. 21. október 2014 10:21 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Sjá meira
Umferðin gekk hægt í Kórahverfinu í morgun „Já, ég ákvað að ganga með drenginn í leikskólann og spraði mér alveg hellings tíma," segir íbúi í Kórahverfinu í Kópavogi. 21. október 2014 10:50
Snjór og hálka á götum Reykjavíkur Hálka, snjóþekja og óveður er víðast hvar á norðausturströndinni. Ökumenn eru hvattir til að fara ekki í umferðina á lélegum dekkjum. 21. október 2014 07:51
Gafl fauk af húsi á Seyðisfirði Þrjár björgunarsveitir hafa verið kallaðar út á Austfjörðum í dag. 21. október 2014 11:23
Miklar tafir á umferð á höfuðborgarsvæðinu Eldur kviknaði í tveimur bílum á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 10:31
Bíll við bíl við bíl á Vatnsenda Myndband sem tekið var í Vatnsendahverfinu í Kópavogi í morgun sýnir hversu hægt umferðin hreyfist. 21. október 2014 10:20
Björgunarsveitir að störfum í Víkurskarði Skarðinu var lokað í morgun vegna veðurs og er enn lokað en bílar lentu þar utan vegar. 21. október 2014 10:21